Andvari - 01.01.1921, Qupperneq 102
98
Einsteinskenning.
[Andvarí.
I. Oss er ókleijt á nokkurn hátt að sýna fram á
hreyfingar vorar í samanburði við rúm eða tjósvaka.
Hann bjó þá til lögmál, sem hann taldi gilda í
náttúrunni, líkt því sem önnur lögmál, er vér þekkj-
um, t. d. kraftlögmálið. Sönnunina fyrir því, að lög-
málið sé rétt, gat hann að eins fengið með því að
rannsaka, hvað af því leiddi. Á þann hátt sönnum
vér öll náttúrulögmál vor; vér athugum, hvort árangur
þeirra svarar til staðreynda, sem vér fáum með til-
raunum vorum.
í fyrsta lagi er það ljóst, að tilraun Michelsons
skýrist alveg af setningu Einsteins, því’að Michelson
vildi einmitt sýna hreyfing vora í sambandi við Ijós-
vakann, og það er ekki hægt eftir setningu Einsteins.
Upphaflega sagöi Einstein að eins:
II. Uraði Ijóssins er allt af jafn. (= 300000 rastir á sek.).
Þetta skýrir einnig tilraun Michelsons, en nær ekki eins
langt og I.
Setningin I kallast almennt a/stöðusetning, og er það
reynslan ein, sem sannað getur hana. Til nánara
skilnings er gott að bera hana saman við Euklides-
setning, sem vér þekkjum úr flatarmálsfræðinni.
Báðar þessar kenningar eru grundvöllur undir fjölda
annarra setninga, sem að eins styðjast við þær; báðar
lýsa eiginleikum við rúm vort, eiginleikum, sem vér
verðum að telja vera svo, án þess að víst sé, að
rúmið geti ekki verið öðru vísi lagað. Vér setjum nú
fram setningarnar samhliða, svo að svipurinn sjáist
betur.
Enklides:
Tvær samhliða línur falla
ekki saman (skerast ekki).
Iiverjar flatarmálssetning-
ar gilda pá?
Einstein:
Ekki er liægt að finna hreyf-
ing í samanburöi við rúmið.
Hverjar setningar verða að
gilda pá um rúra og tíma?