Andvari - 01.01.1921, Side 103
Andvari.
Einsteinskenning.
99
Athugum lítils háttar, hverjar afleiðingar verða af
afstöðukenningunni.
Vér verðum auðvitað alveg að hætta að tala um
hraða eða hreyfing jarðarinnar (eða hvers annars
staðar sem er) í samanburði við rúmið sjálft. Eftir
afstöðukenningunni er að eins liægt að tala um hreyf-
ing eða hraða í samanburdi vid annan hlut (líkama).
Ekki einu sinni Ijósið, sem fer gegnum líkamann,
hefir fortakslaust hreyfing; um hreyfing þess verður
að eins talað í hlutfalli við einhvern hlut.
Afleiðing Einsteinskenningar er það, að ekkert
getur haft meira hraða en ljóshraða. Hraði getur
aldrei farið fram úr 300000 röstum á sek. f*etta
kemur vel heim við reynsluna.
Vér þekkjum dæmi þess, að smáir hlutir, svonefndar
/9-agnir, er koma frá radíum og radíummögnuðum
hlutum, hreyfast með hraða, sem nálgast Ijóshrað-
ann. En vér höfum aldrei fundið f}-agnir, sem nái
alveg hraða ljóssins eða fari þar fram úr.
Eu nú munu menn koma fram með þá mótbáru,
að ef vér tökum tvær slíkar smáagnir, sem fari í
gagnstæða átt samtímis, þá verði afstæður hraði þeirra
tvöfalt meiri en hverrar einstakrar agnar, eða nálægt
því tvöfalt meiri en hraði ijóssins. Þetta táknar það,
að ef vér sætum á annari /i-ögninni og skoðuðum
hina, sem fjarlægist í öfuga átt við stefnu vora, hlyt-
um vér að sjá hana fjarlægjast oss með nálægt því
600000 rasta hraða á sek. Þetta gegnir alveg sama
sem því dæmi, að tvær lestir fari hver fram hjá
annarri í gagnstæða átt. Maður í annarri lestinni sér
hina fara íram hjá sér með hraða, sem er jafn hraða
beggja lestanna samanlögðum.
Afstöðukenningin segir, nei, svona er það ekki.