Andvari - 01.01.1921, Síða 107
Andvari].
Einsteinskenning.
103
stærðir, því að stærð þeirra er komin undir þvi, hver
hraði er á hreyfingu athugunarmannsins. En af-
stöðukenningin fræðir oss um það, að til sé eins
konar samtenging fjarlœgðar og tima, er sé fortaks-
laus stærð, alls óbundin við það, hver mælir. Af-
stöðukenningin fellir rúm og tíma saman í því, sem
hún kallar viðburð. Viðburður getur t. d. verið ljós-
leiptur á tilteknum stað. Ef vér tökum ljósleiptur sitt
á hvorum stað og sitt á hvorum tíma, þá er um
tvo viðburði að ræða. Tveir athugunarmenn, sem á
hreyfingu eru hvor gagnvart öðrum, mæla tímann
milli þeirra og fjarlægðina milli staðanna sitt á hvað.
En afsöðukenningin tekur fjarlægðina og tíma-
muninn og tengir saman, og kallast það heimslina
eða lína í samtengdum rúmtíma. Pessi heimslína milli
tveggja viðburða er stærð, sem er óbundin við hreyf-
ing athugunarmannsins.
Tiltölulega auðvelt er að skilja þetta, því að í dæmi
voru virtist A., að slikukvarði B. væri o/ stuttur og
sekúndur hans o/ langar. Það er þá skiljanlegt, að
samtengja má hvort tveggja fast og stöðugt, með því
að stytling fjarlægðarinnar upphefur lenging tímans.
f’etta táknar það, frá hreinu heimspekilegu sjónar-
miði, að rúm og tími er heild, sem ýmsir menn
skipta á ólíkan hátt. Hið almenna rúm og tíminn er
ekki orðið marklaust, en orðið er þetta sérdæmi
alrúmtíma-hugtaksins, sem Pjóðverjar kalla »heim«
(Welt). »Lína« í heiminum eða heimslína er stærð-
fræðilega hugbundin og fastákveðin. Vorar venjulegu
línur eða tímabil eru sérdæmi heimslína.
Þegar staður (punktur) hreyfist (eða er kyrr), þá
gerir hann heimslínu, því að hann breytir sífelldlega
um stöðu, er tímar líða, og þá breytir hann einnig
*7