Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 15
Andvari.J
Hannes Hafstcin.
11
unar, þá verður gleðin yfir verki hans tvöföld, af
því að hún er óvæntari. Pað er þetta, sem gleður
oss, að Hannes fer þegar i stað langt fram yfir allar
þær vonir, sem maður hefði mátt gera sjer um byrj-
anda, ekki síst byrjanda á hans aldri. Vjer sýnum
■engum órjeltlæti i þvi, þótt vjer segjum, að aldrei
haíi neinn höfundur hjá oss komið fram svo þrosk-
aður sem hann á jafnungum aldri . . . Svo smekk-
legt orðaval og fagurt, og svo heílað form, sem er
hjá Hannesi, er ekki vant að finnast hjá byrjendum;
það er vant að vera ávöxtur margra ára æfingar . . .
Hamingjan hefur gefið Hannesi óvenju mikið í vöggu-
gjöf, sem margir aðrir hafa þurft að vinna sjer með
árum og æfingu . . . Fyrsta kvæðið, sem bókin byrj-
ar á, er »Slormur«. Það er auðsætt, að Hannes í
kvæði þessu heilsar nýrri stefnu, hinum nýja tíðar-
anda — anda hins síðasla hluta 19. aldarinnar; hann
or það, sem hann jartegnar með storminum. Og
þannig er þetta kvæði eins konar einkunnarorð fyrir
allri bókinni og bendir í sömu átt sem nafnið (»Verð-
andi«), að höfundarnir telja sig til hins nýja tima«.
— Pelta eru ekki Iítið hvetjandi ummæli frá ef til
vill áhrifamesta blaðamanni landsins á þeim áruin.
En sem dæmi um álit jafnaldra og námsfjelaga
H. H. á honum á þessuin árum má benda á um-
tnæli Einars H. Kvaran í Lögr. 5. des. 1916, er hann
skrifar um Ljóðbók hans, þá nýútkomna. Hann seg-
ir, er hann minnist á kveðskap hans á stúdenta-
árunum; ». . . Snild hans hafði nokkuð lamandi á-
hrif á suma okkar. Hann orti svo vel, að þeir höfðu
ekki lengur ánægju af að yrkja sjálfir, af því að
þeir fundu, hve miklu betur honum ljet það . . .
Farandspákona náði einu sinni í hann á þessum ár-