Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 17
Andvari.J
Hannes Hafstein.
13
1886, eftir ónógan undirbúning, og hlaut 2. einkunmt.
— Jeg hef hjer sagt frá æskuárum Hannesar Hafstein
og fyrstu framkomu hans á bókmentasviðinu eftir
þeim bestu heimildum, sem jeg hef fundið. Og það
hef jeg heyrt, að endurminningar þær, sem jafnaldr-
ar hans og fjelagar frá þeim árum geyma um hann,
allflestir, koma vel heim við það, sem hjer hefur
verið fram dregið. En af því er auðsætt, að hann
hefur verið mjög bráðþroska maður. Að loknu em-
bættisprófi í Kaupmannahöfn bjelt hann heim, sum-
arið 1886, og tók þá við nýtt verksvið. Hann er
ekki fyililega hálfþrítugur, er hann kemur heim, og
er þá orðinn þjóðkunnur maður af ljóðum sínum.
Skömmu eftir að Hannes Hafstein kom heim frá
háskólanum, var hann settur sýslumaður í Dalasýslu
og þjónaði henni frá 1. sept. 1886 til næsta vors.
Segir Kl. Jónsson, að lögfræðingum hafi þótt sýslan
tekjulítil og hafi því ekki setið þar til langframa.
Næstu tvö árin, eða vel það, fjekst hann við mál-
færslustörf í Reykjavík, en 3. nóvember 1889 var
hann skipaður' ritari við landshöfðingjadæmið, og
gegndi því embætti til hausts 1895, en þá var hann,
26. sept., skipaður sýslumaður í ísafjarðarsýslu og
bæjarfógeti á ísafirði, og því embætti hjelt hann
þangað til hann varð ráðherra 1. febr. 1904.
Tímabilið frá heimkomunni frá háskólanum og
fram til aldamótanna lifði H. H. að mestu leyti í ró
og næði, utan við deilur og slríð stjórnmálalífsins.
t*ó var hann kosinn á Þingvallafund sumarið 1888'
og var þar annar af tveimur fulltrúum Gullbringu-
og Kjósar-sýslu, en hinn var Þórður bóndi á Hálsi