Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 123
Andvari,]
ísland og fullveldi þess.
119
Að því leyti er eins ástatt um þessa grein sem fyrra
hluta 2. gr., að hér lýsa íslendingar yfir því, að þeir
láti einnig standa við sama um þessa hluti og muni
setja lög um þá, sbr. stjórnarskrá konungsríkisins
íslands 18. maí 1920, 4. gr. En það liggur í hlutar-
ins eðli að þetta verður að breyttu breytanda (mu-
tatis mutandis), því að gjörsamlega óhugsanlegt væri
að láta hin dönsku lög um þetta fá gildi hér á landi.
Enda er svo tekið til orðs, að »ákvæði þau, er gilda
nú í Danmörku«, o. s. frv., en ekki hinn veginn, að
»lög þau, e. g. n. í D.« Hér er þetta því svo að
skilja, að á íslandi skuli gilda samskonar ákvæði
um þessa hluti sem í Danmörku, enda var svo skil-
ið af samningamönnum.
Ákvæði þau, sem gilda í Danmörku um þetta, eru
í lögum 11. febrúar 1871. Samsvarandi íslenzk lög
um þetta efni, sett í samræmi við þessa 3. gr. sam-
bandslaganna, mundu verða eitthvað á þessa leið:
Vér Christian R., af guðsnáð konungur íslands og
Danmerkur o. s. frv.
gjörum kunnugt, að Alþingi heiir sett og vér stað-
fest eftirfarandi lög:
§ 1. Nú er konungur ófær til ríkisstjórnar sakir
sjúkdóms eður fjarvistar, og fær hann þá stjórnina
ríkisarfa í hendur. En ef ríkisarfi er sjúkur eða fjar-
vistum, þá skipar konungur ríkisstjóra.
Nú megnar konungur eigi að gera nauðsynlegar
ráðstafanir um stjórn ríkisins, þá er svo stendur sem
fyrr var sagt, eður hann hefir farið úr Danmörku
að ríkissljórn óráðstafaðri og sé þó hvorki á leið til
íslands, né hér staddur né á leið héðan, og kallar
þá stjórnarráðið Alþingi saman tafarlaust. Sameinað
Alþingi fær þá rikisarfa stjórnina í liendur, ef hann
8*