Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 137
Andvari.J
fsland og fullveldi þess.
133
tii að Danir skyldi hafa hér sendiherra. Þetta gerðu
þeir og, en urðu þó þær vanefndir á, að þeir létu
hann heyra undir forsætisráðherra, en eigi utanríkis-
ráðherra sem vani er og allir aðrir sendiherrar og
sendimenn heyra undir. Má fullyrða að svo hafi
verið gert í þvi skyni, að villa heimildir á eðli sam-
bands þess, er sáttmálinn gerir milli íslands og Dan-
merkur. Tilmælin um að Danir hefði hér sendiherra
komu frá oss, því að vér vórum þá þegar staðráðnir
í því, að hafa sendiherra í Danmörku. En íslenzka
stjórnin hefir eigi eun látið útnefna hér neinn utan-
ríkisráðherra og mundi því með þessu hafa gert sitt
til að dylja liið rélta samband landanna fyrir öðrum
þjóðum, þar sem beint liorfir við fyrir þær að líta
svo á, að sendiherra vor standi og undir hinum ís-
lenzka forsætisráðherra og þess vegna sé hér eigi um
sendiherra að ræða í vanalegum skilningi. En afleið-
ingin af þessu verður sú, að þær senda eigi sendi-
herra sína hingað. Vér samningamennirnir íslenzku
vildum með þessari yfirlýsing benda á rétta fram-
kvæmd 7. gr., en stjórn vor hefir eigi enn þá kunn-
að eða viljad beita 15. gr. réttilega.
16. gr. »Stofna skal dansk-íslenzka ráðgjafarnefnd,
sem í eru að minsta kosti 6 menn, annar helmingur
kosinn af ríkisþingi Danmerkur og hinn helmingur-
inn af Alþingi íslendinga.
Sérhvert lagafrumvarp, sem varðar nánari meðferð
mála þeirra, er um ræðir i sambandslögum þessum,
og lagafrumvörp um sérinál annarshvors rikisins,
sem einnig varða hitt ríkið og stöðu og réttindi þegna
þess, skal hlutaðeigandi stjórnarráð leggja fyrir nefnd-
ina til álita áður en þau eru lögð fyrir ríkisþing eða
Alþingi, nema það sé sérstaklega miklum vandkvæð-
9