Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 88
84
Fiskirannsóknir 1921—1922.
[Andvari.
II. Sumargjótandi síldarkyn vlð ísland.
Eitt af mörgu, er eg heíi reynt að fá sem nákvæm-
asta vitneskju um við rannsóknir mínar, er lifshætt-
ir síldarinnar og alt eðli hennar. Á þessum tíma, sem
eg hefi fengist við fiskirannsóknir, má segja að síld-
in hafi fengið meiri og meiri þýðingu fyrir landið,
og því meiri orðið nauðsynin á því, að kynnast öll-
um háttum hennar. Eg hefi því reynt eftir mætti að
gera þetta, sumpart með eiginathugunum, sumpart
með því að atla mjer upplýsinga hjá þeim fiskimönn-
um, er mest stunda síldveiðar og svo með samvinnu
við útlenda vísindamenn, sem hafa einkum fengist
'við rannsóknir á síldinni. Sumt af því sem eg hefi
orðið vísari, hefi eg birt í skýrslum mínum.
Eitt af þessum atriðum var hrygningin, sem eg
gerði að umtalsefni í skýrslu minni 1905, Andv. XXI,
bls. 117. Þar gat eg þess, að eg hefði komist að
raun um, að nokkuð af síldinni hjer við land gyti
snemma vors (í mars — apríl), væri vorgjótandi,
en nokkuð að líðandi miðju sumri (í júlí—ágúst),
væri sumargjótandi, og dró af því þá ályktun,
að hjer væri um tvö ólík síldarkyn að ræða. Gerði
eg töluverðar tilraunir (með talningu á hryggjarlið-
um og uggageislum á allmiklu af sild frá ýmsum
stöðum) til þess að fá þetta sýnt, en tókst það ekki
svo að mjer líkaði. Fekk eg þá Dr. A. C. Johansen,
sem er forstöðumaður samþjóða rannsóknanna heima
fyrir við Danmörku, og fæst mikið við síldarrann-
sóknir, í samvinnu með mjer, á þann hátt, að eg
hjelt áfram að afla frekari upplýsinga viðvikjandi
hrygningunni og útvegaði síld frá ýmsum stöðum
(Eyjafirði. Eldeyjarbanka og" Vestmanneyjum) til