Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 130
126
ísland og fullveldi pess.
[Andvari.
verið um ótakmarkað umboð að ræða sakir niður-
lags 7. gr., því að þar segir að Danmörk geti eigi
gert neina samninga, er skuldbindi ísland, heldur
verði jafnan að koma til samþykki réttra íslenzkra
stjórnarvalda. Af því má sjá, að orðin »fer með ut-
anríkismál íslands í umboði þess«, þýða eigi annað,
en að Danmörk »heíir á hendi fyrir ísland ýms verk,
sem hvíla á sendimönnum þjóða, svo sem heimsend-
ing sjómanna, og undirbúning undir samninga, eftir
nánara umboði«. Ræður þá auðvitað íslenzka stjórn-
in í hvert sinn, hvort hún gefur yfirumboðsmannin-
um umboðið, eða þeim, sem á að framkvæma það
á ákveðnum stað og stund.
En úr þvi greinin getur eigi verið ótakmarkað
umboð, þá getur hún ekki verið umboð. Því að það
eitt mætti vera innihaldslaust, þar sem það væri af-
hending til fullra umráða og vér gælim þá ekki sagt
neilt um það, hvað ætti að gera, hvar eða á hvern
veg. En takmarkað umboð yrði að hafa eigi aðeins
takmörkin, heldur og ákveðið innihald og fyrirsagn-
ir. Slíkt umboð gæti þó enginn gefið, sakir þess að
enginn veit fyrirfram, hvar, hvað eða hvernig þarf
að vínna að íslenzkum utanríkismálum í framtíð-
inni. Hér er þvi um það samið, að Danir geri oss
þann greiða gegn endurgjaldi (sbr. 11. gr.) að inna
af hendi fyrir oss ýms algeng sendimannastörf og
hafa á hendi fyrir oss undirbúning samninga og
miliigöngu eftir umboði og fyrirsögn vorri, sem verð-
ur að gefa í hvert sinn samkvæmt éðli málsins.
En í annari málsgrein áskilur Danmörk sér að
íslenzka stjórnin bendi sér á mann, er bæta megi úr
þekkingarskorli danskra manna á högum íslands og