Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 120
116
ísland og fullveldi pess.
Andvari#
líkt er og hvað ólíkt um ákvæði þessara tveggja
sáttmála.
ísland var fullvalda lýðveldi, þá er gamli sáttmáli
var gerður. En með þeim sáttmála réð það sér kon-
ung, Hákon hinn kórónaða. Honum voru þó sett
skilyrði og það lagt við, að íslendingar væri lausir
allra mála, ef vanefndir yrði á af konungs hálfu.
Allt þar til hafði ísland verið óháð öllum erlendum
mönnum, en varð nú háð Hákoni hinum kórónaða.
t*að varð honum háð fyrir þá sök, að það veitti
honum mikið vald, þótt eigi væri það einveldi. Sú
sáttmálsgerð var því í rauninni skerðing á sjálfstæði
landsins, þótt eigi væri það þá ósjálfstæðara en hitt
ríkið, er sami konungur slýrði. Þó gerði sáttmálinn
islenzka rikið eigi háð neinu öðru ríki.
ísland var að réttu fullvalda ríki, þá er nýi sátt-
máli var gerður. Þó var konungurinn eigi löglegur
konungur hér, heldur olli hending á hending ofan.
En í verkinu var það hluti úr öðru ríki, þótt eigi
væri það byggt á öðru en þegjanda ofríki, er lands-
menn gátu eigi rönd við reist. Óbein afleiðing af
nýja sáttmála er sú, að konungur er síðan löglegur
konungur íslands fyrir þá sök, að íslendingar gerðu
samning við annað ríki án þess að hreyfa við þess-
ari tvíræðu hending og sýndu með því, að þeir vildu
hafa konunginn. Sáttmálinn er nú ekki gerður við
konunginn né um hann, heldur við annað ríki. En
fullveldi hvorugs ríkisins er þó skert. Nú var því
stigið öfugt spor við sáttmálsgerðina 1262. Á undan
nýja sáttmála var landið að vísu óháð að réttum
lögum, en í framkvæmd öðrum háð, því að Danir
þóttust eiga landið og gerðu sig að dómurum í mál-
inu, þótt þeir væri annar aðilinn. Með nýja sáttmála