Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 121
Andvari.]
ísland og fullveldi þess.
117
viðurkenndu þeir þó, að ísland hefði verið, væri og
yrði fullvalda ríki.
Hin eldri sáttmálsgerð var þvi sólarlag hins forna
frelsisdags vors, en hin nýja sáttmálsgerð sólarupp-
rás vors nýja frelsisdags.
2. Sambandslögin eru þrennt í einu: sáttmáli eða
sættargerð milli íslands og Danmerkur, íslenzk lög
og dönsk lög. Hér verður í stuttu máli gerð grein
fyrir því, hvað í þeim eða í »nýja sáttmála« felst.
Fyrsti kafli §§ í—5. Fljótt á litið getur vafizt fyrir
mönnum að sjá, hvað er samningur í þessum grein-
um og hvað ekki. Er því rétt að rekja hér, hvað í
þessum greinum er samningur og hvað lagaboð, sem
kemur til framkvæmda að eins á íslandi, og hvað
lagaboð, sem kemur til framkvæmdar aðeins á fs-
landi og hvað lagaboð, sem framkvæma skal aðeins
í Danmörku. Skal þess getið í upphafi, að óskýrleiki
ákvæðanna slafar af því, að Danirnir vildu eigi gera
sérstaka sættargerð um þessa hluti, svo sem fullveld-
isnefndir Alþingis höfðu ætlazt til. En þótt þetta skjal,
sambandslögin, sé bæði eining og þrenning, þá má
þó greina þetta í sundur:
1. gr. »Danmörk og ísland eru frjáls og fullvalda
riki í sambandi um einn og sama konung og um
samning þann, sem felst í þessum sambandslögum.
Nöfn beggja.rikja eru tekin í heiti konungs«.
í þessari grein er fyrst og fremst yfirlýsing Dana
um að þeir viðurkenni þegar í upphafi, að ísland sé
frjálst og fullvalda ríki engu síður en Danmörk. Allir
viðurkenndu áður, að Danmörk væri það, en flestir
erlendir menn efuðust um að ísland væri það og
Danir höfðu margneitað því. En í upphafi greinar-
innar viðurkenna þeir að hin fyrri skoðun hafi verið
8