Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 47
Andvari ]
Hannes Hafstein.
43
S. E. beiddist lausnar. Þetta var 30. nóv. Nokkru
siðar boðaði konungur H. H. á sinn fund, og fór
hann utan í febrúar 1915, en hafði þó verið mikið
veikur að undanförnu. Hann dvaldi þá að eins tæpa
viku í Kaupmannahöfn og kom til tals, að hann
tæki enn á ný við ráðherraembættinu, en hann vildi
það ekki og taldi vera um misskilning að ræða, þar
sem fyiirvari Alþingis hefði orðið til þess að hefta
framgang stjórnarskrárbreytinganna, en úr honum
mætti bæta með lægni. Og meðan hann dvaldi í
Kaupmannahöfn boðaði konungur á sinn fund þrjá
menn úr stjórnarflokknum, og fór þá eins og H. H.
hafði spáð, að málið jafnaðist. Einar Arnórsson pró-
fessor var skipaður ráðherra og fjekk hann staðfest-
ing á stjórnarskránni á þann hátt, sem til hafði
staðið, og að fyrirvara Alþingis óbreyttum.
Petta eru siðustu afskifti H. H. af sjálfstæðismál-
inu. Þegar hann kom úr utanförinni, átti blaðamað-
ur tal við hann og fjekk að vita, hvað gerst hafði
milii þeirra konungs, og um viðtal hans við ýmsa
af dönsku ráðherrunum um málið. Sagði þá blaða-
maðurinn eitthvað á þá leið, að sjer skildist svo sem
allar gerðir hans hefðu miðað að því, að greiða götu
andstæðinga hans. En H. H. svaraði því svo: wÞeg-
ar jeg er kominn út fyrir landsteinana er jeg aldrei
flokksmaður lengur; þá er jeg að eins íslendingur«.
Þegar H. H. ljet af ráðherraembættinu 1909, varð
hann bankastjóri í íslandsbanka, og þá sömu stöðu
fjekk hann, er hann sagði af sjer í síðara skiftið.
Haustið 1914 fjekk hann aðkenningu af slagi og
varð mjög veikur. Samt náði hann sjer að nokkru