Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 160
156
Frá þjóðfundarárinu 1851.
[Andvari.
hefir von um, já konungsins heilagt orð fyrir þvi, að
tillögum þjóðarinnav skuli verða gaumur gefinn. í*að er
því að minni hyggju sönnun og rök fyrir því, að ekki sé
að kvíða að Þingvallatundurinn í sumar eð kemur muni
ganga út fyrir vébönd laganna, að fundir þeir, sem á næst-
liðnu ári hafa verið haldnir, bæði í Vestfirðingafjórðungi
og við Oxará hafa verið haldnir með fullkominni eindrægni
og ró og á engan hátt roíið helgi laganna, og hafa þó ekki
störf þeirra funda verið fyrirfram ákveðin, eins og nú eru
störf hins komanda Pingvallafundar, og er það víst, að
menn halda sér fastar við ákveðið en óákveðið starf, sá
tilætlaði vinnutími fundarins er þar að auki svo stuttur,
að valia mun hann vinnast til að alljúka ætlunarverkinu.
Af sögðum ástæðum virðist það sennilegt að sá áform-
aði Pingvallafundur muni að öllu leiti halda sér innan vé-
banda laganna, og á hér einnig við hin forna góða regla
»quisquis bonus þræsumitur, donec contrarium probatur<(,'
enda ætla eg oss íslendingum órétt gjörvan ef vér værum
grunaðir um upphlaup eða lagarof, meðan ekkert dæmi til
þesskonar breytni íinnst hjá oss fram á þennan dag.
Pér krefjist einnig, hávelborni herrai vissu lyrir þvi, að
á fundi þeim, sem þér mynduð leyfa, haldi menn sér að
öllu leiti innan vébanda laganna, til þessa veit eg einn ein-
asta veg fyrir mig og vel hann því, eg býð mig fram sem
gisla meðan Pingvallafundurinn verður haldinn í sumar,
og ef þér viljið taka þessu boði, heiti eg þvi, og legg við
drengskap minn að eg skal, áður en fundurinn hefst fram-
selja mig í gislinguna í Reykjavík til þeirrar varðveizlu,
sem þér viljið ákveða, Jgjarnan myndi eg setja dýrra veð
ef eg ætti þess kost.
Trampe svaraði bréíi Hannesar um hæl á þessa leið:
Pann 13. þ. m. fékk eg bréf frá yður ‘herra prófastur
dagsett 2. s.m., í bréfi þessu biðjið þér leyíis hjá mér til
að halda þjóðfund á Þingvöllum, í sumar er kemur og á
þar samkvæmt samþykt þeirri, er gerð var á hinum sein-
asta Pingvallafundi, að ræða um álitsskjöl þau, sem komin
verða frá sýslunefndunum, viðvíkjandi stjórnarlögum ís-
lands framvegis.
1) Sérhver á aö vænla góös, þar til hann sannfærist um liið gagnstæða.