Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 132
128
ísland og fullveldi þess.
[Andvari.
sé látinn vita um það. En þetta var tekið fram, sak-
ir þess, að hinum dönsku samningamönnum var annt
um að erindrekstur Dana í umboði voru yrði sem
beztur. Þóttust þeir sjá fram á, að sendimenn vorir
og umboðsmenn vorir mundu rekast á eða vinna
hverjir öðrum ógagn, ef eigi vissi bvorir til annara.
Þessa áhyggju þeirra, Dananna, má vel sjá í athuga-
semdum við 7. gr. IJar er sagt að »danska utanrík-
isstjórnin, sem fer með utanríkismál íslands í þess
umboði, hljóti að vera ein, undir einni yfirstjórn, til
þess að gyrða fyrir gagnstæðar ályktanir og fram-
kvæmdir«. Hér eru orð Dana, er vér hinir létum
óátalin, sakir þess, að það er réttmætt að krefjast
þess, að stjórn íslenzkra utanríkismála sé ein heild
og sjálfri sér samkvæm. En slík heild rofnar eigi,
þótt sumir starfsmennirnir sé danskir umboðsmenn
vorir, en sumir sendiherrar héðan að heiman, því
að allir vinna þeir undir »einni yfirstjórn«, undir
yfirstjórn hinnar íslenzku utanríkisstjórnar.
í fjórða lið greinarinnar áskilja Islendingar sér að
vera lausir við alla leynisamninga, sem Danmörk
hefði gert án vitundar þeirra, og takmarka umboðs-
heimildina svo, að eigi má fela Dönum- annað en
hin ýmsu lausastörf, sem þörf verður til, og undir-
irbúning samninga. Samþykkt samninga allra hverfur
undir rétt íslenzk stjornarvöld. Þau stjórnarvöld, sem
þar er átt við, eru utanríkisstjórn íslands, konungur,
utanrikisráðherra og Alþingi. Þessi er og skilningur
Alþingis, því að 17. gr. stjórnarskrárinnar er svo
orðuð, að eigi verður um vilzt: »Konungur gerir
samninga við önnur riki. Þó getur hann enga slíka
samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða
kvaðir á landi eða landhelgi, eða ef þeir horfa til