Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 139
Andvari.]
ísland og fullveldi pess.
135
getur hvor hluti nefndarinnar verið síns lands stjórn
til ráðuneytis um framkvæmd á sáttmálanum. í raun-
inni hefir og sú orðið reynslan, þó með þeim hætti,
að hinn danski hluti nefndarinnar hefir oft og einatt
spurt síns lands stjórn um, hvað sér bæri að gera,
en hinn íslenzki hluti nefndarinnar hefir þar á móti
bent síns lands stjórn á, hvað hún ætti að gera.
Reynsla og framkvæmd eru því vel á veg komnar að
gera úr þessari nefnd tvær nefndir sína í hvoru land-
inu og hvoi’a annari setta til höfuðs, — svo sem eðli
málsins krefur. En með hverjum hætti sem þetta
verður í framtíðinni, þá getur þessi ráðgjafarnefnd
aldrei snert neitt stjórnarfar eða stjórnarfarslegt sam-
band landanna og aldrei talizt sameiginleg stofnun í
þeim skilningi, ekki frekar en sú netnd yrði, ef ís-
lendingar og Danir setti sameiginlega nefnd til þess
rannsaka kufunga norður á Svalbarða.
17. gr. »Nú ris ágreiningur um skilning á ákvæð-
um sambandslaga þessara, sem stjórnirnar geta ekki
jafnað með sér, og skal þá skjóta málinu til gerðar-
dóms 4 manna, og kýs æðsti dómstóll hvers lands
sinn helming þeirra hvor. Gerðardómur þessi sker
lír ágreiningnum og ræður afl atkvæða. Ef atkvæði
eru jöfn, skulu úrslitin falin oddamanni, sem sænska
og norska stjórnin á víxl eru beðnar að skipa«.
Sakir þess að konungsríkin ísland og Danmörk
hafa engin sameiginleg stjórnarvöld eða stofnanir, þá
verður að fara út fyrir bæði ríkin til þess að fá úr-
skurð slikra mála, sem hér ræðir um, svo sem er
um hver önnur tvö fullvalda riki, ef þau vilja útkljá
mál friðsamlega en semst þó eigi með þeinx. F*á er
slikum gerðardómi falið að dæma um málin. Gerð-
ardómur 17. gr. er ákvæði um aðferð til þess að út-
9*