Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 165
Andvari.l
Pýsku alþýðuskólarnir nýju.
161
i sama bekknum. Tvö lyrstu skólaárin skulu, ef þess er
nokkur kostur, vera i höndum eins og sama kennara«.
Aðallega er notuð skoðunarkensla. Fyrsta skólaárið eru
ætlaðar 16 kensluslundir á viku, annaö árið 20 stundir, hið
þriðja 24 stundir og hið fjórða 28 stundir.
Bðrn, sem ekki ná tilætlaðri framför í byrjendabekk,
eru sameinuð i svonefndri sérdeild, sem er höfð fáskipuð.
Par á að koma þeim svo á rekspöl, að það megi bæta
þeim aftur inn i aðalbckkinn.
»Eftirsitjendur« eru því ekki framar til, því að reynslan
heíir sýnt, að það heíir lítinn árangur að láta börnin end-
urtaka sama bekkinn. »Börn, sem eru miður en meðal-
gáfuð«, eru samkvæmt reglugerð sett í hjálparskólann.
Að enduðu 4 skólaári taka vel gefnir drengir af efnuðu
fólki inntökupróf, annaðhvort í gagnfræðaskóla til 16 ára
aldurs, eða 9 ára hærri gagnfræðaskóla (Oberrealschule:
náttúrufr., franska, enska), eða mentaskóla (Realgymnasium:
stærðfr., enska, latina), eða þá latínuskóla (Gymnasium:
latína, griska). Nítján ára gamlir ganga þeir svo undir stú-
dentspróf og koma í háskólann.
Stúlkur, sem hafa sömu skilyrði, geta aftur á móti kom-
ist í liinn hærri kvennaskóla til 16 ára aldurs (6 ára nám)
og að lokum annaðhvort í kennaraskóla eða latinu-kvenna-
skóla, — i Saxlandi nefndir lærdómsstofnanir.
Nýjustu kröfur til barnaskólakennara ganga í þá átt, að
þeir skuli allir hafa stundað háskólanám.
í Leipzig er kenslan í alþýðuskólunum ókeypis, og enn
fremur er kept að því, að veita ókeypis bækur og nauð-
synlegustu áhöld, þó að það strandi nú á hinurn slæma
fjárhag borgarinnar; en i hærri skólunum verður að greiða
skólagjöld. Skólastofnunum einstakra manna er gert að
skyldu að taka hátt kenslugjald.
Par eð gáfnafar þeirra barna, sem halda áfram í alþýðu-
skólunum, er mismunandi, eru þau að loknu 4. skólaári
aðgreind eftir því, hvort þau hncigjast meira til verklegra
eða bóklegra starfa. Eftir þessum gáfnamun er yfirdeild-
inni (5.-8. eða 5.—9. skólaár) skifl. í fjögra ára deildinni
fá drengirnir reglubundna handavinnukenslu og fullkomn-
ari tilsögn í dráttlisf, stúlkurnar handavinnu- og hússtjórn-