Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 126
122
ísland og fullveldi pess.
Andvari,]
um það, sakir þess, að ákvæðið er í lögum beggja
ríkja, en sami maður er konungur íslands og Dan-
merkur, sem er konungur Danmerkur og íslands.
Hann hlýtur því að þurfa samþykkis beggja ríkjanna.
Greinin er því yfirlýsing íslendinga um að þeir taki
þetta ákvæði í lög sín og yfirlýsing beggja ríkja um
að þau telji þann mann þurfa samþykkis beggja ríkja
sem fer með konungdóm í þeim báðuin, ef hann vill
verða þjóðhöfðingi í íleiri löndum.
5. gr. »Hvort riki fyrir sig setur ákvæði um greiðslu
af ríkisfé til konungs og konungs ætlar«.
Þetta liggur í hlutarins eðli og greinin er eigi ann-
að en yfirlýsing, um það, óþörf þó, en enginn samn-
ingur-.
Fyrsti kafli sambandslaganna er enginn samning-
ur, að einu atriði undanskildu, því atriði, að hvor-
ugt ríkið má breyta konungserfðum gð hinu forn-
spurðu. Þó er þetta atriði eigi samningur um kon-
uogsfélag, því að ríkin skuldbinda sig hvergi til þess
að halda áfram að vera konungsríki og því gæti
annað þeirra vel orðið lýðveldi án þess að rjúfa
samning þann sein felst í sambandslögunum. Ef kon-
ungsríkið Danmörk vill verða lýðveldi, þá er þar um
að eiga við konung Danmerkur, en það mál væri
óviðkomandi íslandi og konungi íslands.
6. gr. »Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti
sama réttar á íslandi sem íslenzkir ríkisborgarar
fæddir þar, og gagnkvæmt.
Ríkisborgarar hvors lands eru undanþegnir her-
skyldu í hinu.
Bæði danskir og íslenzkir ríkisborgarar hafa að
jöfnu, hvar sem þeir eru búsettir, frjálsa heimild til
fiskiveiða innan landhelgi hvors ríkis.