Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 153
Andvari.j
Frá þjóðfundarárinu 1851.
149
réttindum vorum, og gat ekki látið mér til hugar koma að
nein hætta væri búin góðri stjórn né reglu af þessum fundi
á Pingvöllum, heldur enn af þeim, sem þar og annarsstað-
ar hér á landi hafa verið haldnir á seinni árunum.
Mannfundir, til að ræða almenn þjóðarmálefni hafa, auk
funda i sérstökum héruðum, tvívegis haldnir verið, bæði á
Porskafjarðarleið og á Pingvelli í Þórnessþingi, en þrívegis
áður á Þingvelli við Öxará, án þess mér sé kunnugt að
fundir þeir hafi verið bannaðir, eða ólöglegir taldir, eða
að nokkur fundarmaður þessara funda hafi verið átalinn
fyrir það, að hann bauð til þessara funda eða sókti þá,
mun þó engum hata til hugar komið, að beiðast yfii valds-
leyfis til að halda þá.
A Pingvallafundinum i fyrra, til hvers þá reglulega var
boðið, vóruð þér sjálfur hávelborni herra! og, eg í það
minsta varð þess ekki áskynja af yður, að fundur sá væri
ólöglegur; fundur sá er, eins og yður er kunnugt, stofn
þess fundar, sem ráð er fyrir gjört, að haldinn verði á
Pingvöllum komandi sumar, því eitthvert helzta starf hans
var, að koma á nefndum í sýslum landsins, til að yíirvega
°g leggía r^ð til stjórnarbreytingar fyrir ísland, sem á
Pjóðfundinum er konungur vor hefir boðað að byrja skuli
4da dag júlimánaðar í ár, á að ræðast, samt að kjósa mið-
nefnd í landinu, sem byggi til úr álitsskrám sýslunefnda
aðal-álit til að leggja fyrir Pingvallafundinn í ár, og þér
virtust hávelborni herra! að taka Pingvallafundarins kosn-
ingu til þessarar miðnefndar, sem einmitt á að vinna bein-
linis fyrir komanda Pingvallafund.
Af þessum ástæðum ályktaði eg með sjálfum mér, að
Pingvallafundurinn myndi verða haldinn, og mér kom ekki
í hug að neitt myndi geta orðið honum til fyrirstöðu. Pess-
vegna ritaði eg auglýsinguna um hver dagur mér sýndist
hagkvæmastur að fundur sá byrjaði á, og bað ritstjóra
Lanztíðindanna að veita henni viðtöku i blað hans, ef eng-
inn annar væri búinn að stinga upp á honum, svo menn
sæklu hann allir á sama tima; en að bjóða mönnum til
hans áleit eg óþarfa, þar hann var af svo mörgum ákveð-
inn, og honum af engum þá mótmælt.
En fyrst ályktan mín helir verið raung, og fundarhaldið
10