Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 60
56
Um framleiðslufje og lífskrafafje.
[Andvari.
ar aðferðir við ýmiskonar alvinnurekstur, en
það þarf jafnaðarlega töluvert fje til að geta hag-
nýtt sjer þetta, og ef það vantar, fara menn á
mis við gagnið, sem af því mætti verða. En það
er ekki nóg með það, heldur getur og svo farið,
að vinna með eldri áhöldum borgi sig lakar en
áður. Fram á miðja næstliðna öld höfðu menn
hjer á landi töluverða atvinnu við að vinna
prjónles til útflutnings, en þelta hætti að borga
sig eins vel, þegar almenn voru orðin í útlöndum
fullkomnari áhöld við þá vinnu en menn höfðu
hjer. Framleiðslufjeð þarf því að vaxa jafnhliða
framförunum í atvinnugreinum þeim, er þjóðin
stundar og auknum kostnaði við fullkomnari
útbúnað.
c. Þegar lífskröfurnar vaxa, þá þarf einnig fram-
leiðslan að vaxa, og til þess þarf starfrækslan
og framleiðslufjeð að vaxa. En lifskröfurnar
hljóta að fara vaxandi hjá hverri þjóð, sem lífs-
kraftur og framsóknarhugur er í. Menn heimta
nú á tímum margt af hinu opinbera, sem eng-
um datt í hug áður, en við það hafa opinber
gjöld margfaldast. Það má nefna t. d. blöðin;
nú komast menn ekki hjá að kaupa eilthvað af
þeim, en áður voru engin blöð til. Þannig er
því varið með ótal margt annað, og búast má við
að þannig gangi framvegis. Til þess að geta full-
nægt óumflýjanlegum vaxandi lífskrötum þarf því
framleiðslufjeð að aukast.
d. Fyrir löngu er orðið alment að miða i viðskift-
um manna verð allra hluta við gull eða gull-
peninga, sem ákveðin þyngd af gulli er í, og er
það heppilegt, meðal annars af því að, þótt