Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 21
Andvari.]
Hannes Hafstein.
17
sínum gaf hann út 1893, og fjekk sú bók nijög góð-
ar viðtökur. H. H. var þá alment talinn eitt af helstu
Ijóðskáldum landsins, og inargir hinna yngri manna
tóku hann fram yfir alla aðra.
Snemma á árinu 1888 flutti H. H. fyrirlestur í
Reykjavík »um ástand íslensks skáldskapar«, og birt-
ist niðurlag fyrirlestrarins í »Fjallkonunni«. Er þar
haldið mjög á lofti þeim skoðunum, sem H. H. hafði
alist upp við á Kaupmannahafnarárunum, en gert
iítið úr andlega lífinu og öllum viðfangsefnum hjer
heima fyrir; alt þetta talið á eftir timanum og skoð-
anir manna úreltar. Sjerstaklega er beinst að þjóð-
ernisdýrkuninni og fornaldardýrkuninni, en í stað
þeirra haldið fram kröfum heimsmenningarinnar og
nútíðarlífsins og trúnni á framtíðina. Er alt þetta í
samræmi við Brandesarstefnuna. H. H. minnist þarna
m. a. á baráttuna fyrir endurskoðun stjórnarskrár-
innar og þykir lítið til hennar koma; fyrir 1874 var
barist fyrir verulegum rjettindum, segir hann, en »hin
nýja endurskoðunarbarátta ber ekki í skildi sínuin
neina af nútímans kröfum«. Og á skáldskapnum tel-
ur hann vera sömu dauðamörkin og á öllu öðru.
Fyrirlesturinn endar með þessum dómi j'fir því, sem
skáldin láta þá frá sjer fara: wFað er náklukku-dingl-
umdangl yfir dauðum og útslitnum hugmyndum«.
Benedikt Gröndal svaraði með öðrum fyrirlestri og
var töluvert illvígur í garð H. H., og Páll Briem, sem
þá var hjer emhættislaus lögfræðingur, eins og H. H.,
svaraði í »Fjallkonunni«, og beindist einkum móti
árásum H. H. á þjóðernisdýrkun íslendinga, en hjelt
fast fram gildi hennar og góðum áhrifum á þjóðina.
H. H. svaraði aftur í sama blaði, og deilunni lauk
á þann veg, að ritstjórinn, Valdimar Ásmundsson,