Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 104
100
Fiskirannsóknir 1921—1922.
[Andvari.
ganga gripdeildum næst, og man eg að gömlu menn-
irnir bölvuðu þessum upphafsmönnum og óskuðu
þeim, eins og þeir kváðu að til . . . undir isinn. í
eins litlu vatni og Mývatn er, hlaut þessi mannfjöldi
— frá 60—100 manns — að gera mikinn usla í
vatninu, af því að líka alt var þá drepið, stórt og
smátt, sem á öngulinn kom, enda hlaut að koma að
þvi, að veiðin minkaði, eins og fyr er sagt. Að netja-
og ádráltarveiði liaíi hnignað mikið síðari hluta ald-
arinnar er efalaust. Dráttarveiði máske fyrir minni
ástundun, og eins netjaveiði fyrir sama, og líka hitt,
að garnið í netin er óveiðnara, en áður var, því nú
hefir í mörg ár ekki fengist notandi spolti í lagnet
og hafa menn því neyðst til að brúka tvinna, sem
er harður og fremur óveiðinn, en hefir þann kost,
að hann endist margfalt lengur en lin. Brúkaður
heíir verið bæði húfutvinni hvítur og bómullartvinni,
sem er voðfeldari. Númerin sem reynd hafa verið,
eru frá nr. 12 og upp í 30—40, nr. 40 er veiðnast,
en of haldlítið og lítil frambúð í því — ónýtt fyrir
stærri riðann. — Dorgin er það — þó ódýrt áhald
sje — sem hefir með sinni kyndugu aðferð dregið
burst úr nefi bænda við vatnið í seinni tíð, o: gert
hin dýru úthöld arðminni en áður var.
Um mismunandi afla yfir viss tímabil voru skoð-
anir eldri manna þær, að silungurinn gengi inn í
hella og gjótur úr vatninu og kæmi svo fram eftir
nokkurn tíma. Nefndu þeir til þess um 7 ára skeið,
sem hvort fyrir sig varaði, nefnilega aflaár og veiði-
leysisár, er væri eins og flóð og fjara i veiðinni.
Þetta held eg sje fráleitt og að silungurinn timgist
allur í vatninu, og sje þar líka stöðugt meðan hann
lifir, kynslóð eftir kynslóð. Verið getur samt, að ein-