Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 66
62
Um framleiðslufje og lílskrafafje.
[Andvari.
ur staðist til lengdar, ef hann þarf að borga hærri
verkalaun en verkið er vert. Pótt það því geti vel
átt sjer stað á einum tíma, að vinnan sje svo mikils
virði, að verkamaður geti með fjölskyldu lifað á
borgun fyrir hana, þá er alveg óvíst, að atvinnu-
reksturinn geti á öðrum tíma staðist við að borga
svo hátt kaup. Það er ekki á mannanna valdi að
mynda fullkomið samræmi milli verðmætis vinnunn-
ar og þarfa inannsins. Menn ráða ekki við það
fretnur en við veðráttuna. Það er því vonlaust að ætla
sjer að tryggja verkalýðnum i allri framtíð svo mikil
verkalaun, að þau ein geti verið nægileg til að full-
nægja hæfilegum lífskröfum manna. Mannkynið í
heild sinni gæti alls ekki lifað á vinnu sinni einni
saman. Ef kynslóð sú, sem nú lifir, hefði ekki feng-
ið frá fyrri kynslóðum rjektað land, hús, búfjenað,
skip og annað framleiðslufje, þá mundi mestur hluti
hennar hafa dáið úr hungri.
14. Jafnframt því sem þeim hefur fjölgað, sem
vinna í annara þjónustu, og verkamennirnir hafa
orðið sjerstök stjett, þá hefur reynslan sýnt, að mik-
var fyrst seinna, að sjávarútvegurinn fór að veröa svo arðsamur, að hann
gat borið svo liátt kaup, því að þá var það orðið meira virði sem afrek-
aðist með vinnu mannsins. Petta var sumpart fyrir það, að farið var að
reka sjávarútveginn með fullkomnari verkfærum en áður, þar sem
þiljuskip, mótorbátar og botnvörpungar komu i stað opnu bátanna,
sumpart fyrir það að verð á sjávarafurðum liækkaði töluvert. Áð-
ur gátu menn, sem enga sjerstaka kunnáttu höfðu, ekki framfært lieim-
ili, nema með því að setja bú, en vinnumaður, sem enga eign hafði að
erfðum tekið, gat því að eins liugsað til að kvongast og setja bú, að
hann hefði dregið saman dálitinn bústofn (framleiðslufje) eða fengi liann
með konunni og gæti jafnframt fengið jaiðnæði. Vinnufólk var ekki
nein sjerstök stjett í þjóófjelaginu; það var nálega alt einhleypt fólk;
þegar það giftist, komst það inn í bændastjettma. Hins vegar bættust
jafnan við vinnuhjúin synir og dætur bændanna, er unnu ýmisthjáfor-
eldrum sinum eða hjá öðrum. Líklega hefur þetta verið nokkuð likt i
öðrum löndum, áður en stóriðnaðurinn hófst, eftir að gufuvjelin og
iðnaðartæki síðari tima»voru fundin upp.