Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 55
Audvari.]
Um framleiðslufje og lífskrafafje.
51
jarðargróða, er hann hefur óskað. Eftir því sem
þekkingin á náttúrunni hefur aukist, eftir því hafa
menn getað aflað sjer fullkomnari verkfæra til að
hagnýta gæði hennar. Með betri og betri verkl'ærum,
sem safnast hafa kynslóð eftir kynslóð, hefur mönn-
um tekist að komast það sem þeir eru komnir í þvi
að ná úr riki náttúrunnar þeim efnum, er þeir þarfn-
ast, flytja þau til, breyta þeim og laga þau eftir ósk-
um sinum, og jafnframt að nota krafta náttúrunnar,
fyrst og fremst eldinn, í sína þjónustu. Við fram-
leiðslu á öllum gagnlegum hlutum er ómissandi að
hafa nóg af gagnlegum verkfærum. Þeir, sem stunda
landbúnað, þurfa að hafa búsáhöld, ræktaða jörð og
kvikfjenað, sjávarútvegurinn útheimtir skip og veið-
arfæri, iðnaðurinn margs konar áhöld o. s. frv. í
náttúrunni er óþrjótandi gnægð af þeim efnum, er
mennirnir þurfa á að halda, en það þarf að hafa
nóg aí hentugum verkfærum til að ná þeim og hag-
nýta þau, serm og til að nota náttúrukraftana sjer
til gagns. *
2. Mikill hluti af eign manna er fólginn í þeim hlut-
um, er þeir nota sem verkfæri til að afla einhvers,
iramleiða eitthvað eða yfir höfuð til að auka eign
sína, og má kalla þá hluti eða verðgildi þeirra fram-
leiðslufje. Aftur eru aðrir þeir hlutir, er menn bein-
linis nota til að fullnægja þeim kröfum, er hver einn
gjörir til lífsins, og má kalla þá hluti eða verðgildi
þeirra lifskrafnfje. Þótt hvorugt orðið sje svo heppi-
legt sem skyldi, þá má þó notast við þau til að
greina sundur þá tvo flokka fjárins, sem hjer er um
að ræða. Mörkin milli flokka þessara eru að vísu
ekki skír og söinu hlutirnir geta sitt í hvert sinn
talist sitt til hvors flokksins; þannig hej'ra kartöflur,