Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 46
42
Hannes Hafstein.
[Andvari.
þingi, og eftir kosningarnar var afstaða hins nýkosna
þings til stjórnarinnar ekki vel Ijós, en þó meiri )ík-
indi til þess, að það yrði H. H. andstætt. Hafði kur
verið vakinn bæði út af kouungsúrskurðinum vænt-
anlega um flutning íslandsmálanna í ríkisráði, og
lika út af fánamálinu, með því að Sjálfstæðismenn
höfðu lengi haidið fram vissri gerð á fánanum, blá-
um feldi með hvítum krossi. H. H. mun nú hafa
verið orðinn ærið þreyttur á deilunum. Og í för sinni
á konungs fund fyrir þingið baðst hann lausnar frá
ráðherrastarfinu, en lofaði að gegna þvi þangað til
þingið hefði komið sjer saman um eftirmann hans.
Eftirmaðurinn varð Sigurður Eggerz sýslumaður.
En við samþykt stjórnarskrárfrumvarpsins hnýtti
þingið fyrirvara um skilning sinn á hinum væntan-
lega konungsúrskurði, um flutning íslenskra má)a í
rikisráðinu, og átti hann að útiloka, að þar gæti ver-
ið um að ræða nokkra íhlutun af hálfu dansks lög-
gjafarvalds eðn danskra stjórnarvalda um íslenskt
sjermál. Þegar S. E. sfðan flutti málið í ríkisráðinu
um haustið með þessum formála, svaraði konungur,
að hjer væri ekki um það að ræða, að leggja íslenskt
sjermál undir löggjafarvald Dana eða dönsk stjórnar-
völd. »En eins og hinu stjórnskipulega sambandi
inilli Danmerkur og íslands er nú háttað«, sagði
hann, »er flutningur íslenskra laga og mikilvægra
stjórnarathafna í ríkisráði mínu eina tryggingin fyrir
því, að þau sjeu fslensk sjermál, og ekki hafi að
innihalda ákvæði, er snerta sameiginleg ríkismál«.
Ráðherra þótti fyrirvara Alþingis ekki fullnægt með
þessum undirtektum og tók aftur tillögu sína um
staðfesting stjórnarskrárinnar. Vildi konungur þá
einnig fresta því, að gefa út úrskurð um fánann. En