Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 34
30
Hannes Hafstein.
lAndvari.
sumri, að mjög margir af leiðandi mönnum Dan-
merkur, þar á meðal margir mikils megandi Ríkis-
þingsmenn, vilja gera alvarlega tilraun til þess að
finna form fyrir sambandi landanna, sem allir geti
gert sig ánægða með. Á sameiginlegum fundi Alþing-
ismanna og Ríkisþingsmannanefndarinnar í Kaup-
mannahöfn i sumar, sem leið, var það einhuga ósk
allra Alþingismanna, að sett væri nefnd, sem skipuð
væri bæði islenskum og dönskum þingmönnum, til
þess að taka samband landanna til athugunar og
undirbúa nýja, sameiginlega löggjöf um stjórnarfars-
lega stöðu íslands. Þessu var þegar vel tekið af ráða-
neytisforsetanum og ýmsum mönnum úr hópi Ríkis-
þingsmanna, og þegar Ríkisþingið kom saman á síð-
astliðnum vetri, töluðu menn sig saman um mál
þetta utan þings, og varð það niðurstaðan, að verða
við óskum Alþingismanna á þann hátt, að konung-
ur — ekki löggjafarþingin — skipaði úr hópi Al-
þingismanna og Ríkisþingsmanna milliþinganefnd, er
skyldi rannsaka og ræða stjórnarfarslega stöðu ís-
lands innan Danaveldis og taka til ílarlegrar yfir-
vegunar, hverjar ráðstafanir löggjafarvöldin mundu
gela gert til þess að koma fullnægjandi skipun á þetla
mál, þannig, að fengist gæti ný löggjöf, samþykt af
bæði Alþingi og Ríkisþingi, um samband millí íslands
og Danmerkur, í stað stöðulaganna, sem að eins eru
selt af Ríkisþinginu. — Þetta hefur konungur vor,
sem alt vill fslandi sem best, og einskis óskar fram-
ar, en að vjer fáum löglegan rjett vorn í öllum grein-
um, aðhylst, og er það tilgangur hans, að láta það
verða sitt fyrsta verk, þegar hann er stiginn á ís-
lenska grund, að gefa út konungsúrskurð um skipun
þessarar nefndar í þvi trausti, að starf hennar verði