Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 33
Andvari.l
Hannes Hafstein.
29
inga til heimsóknar í Danmörku og skyldu þingmenn
vera þar gestir konungs og Ríkisþings. Það var þeg-
ar uppi látið, að hugsunin væri sú, að koma sætt-
um á og samkomulagi milli íslendinga og Dana í
stjórnmálunum, og að tækifæri væri nú til þess, að
líta á þau deilumál frá nýju sjónarmiði. Blöð Þjóð-
ræðisflokksins tóku boðinu i fyrstu illa og lögðu
móti því, að þingmenn þess flokks tækju þátt i för-
inni, en samt varð það úr, að allflestir þingmanna
þágu boðið. Viðtökurnar í Danmörku voru bæði
hjartanlegar og viðhafnarmiklar, og þingmannaflokk-
urinn fór víða um landið. Að förinni lokinni ljetu
allir mjög vel yfir henni. En stjórnmálaárangurinn
varð sá, að ákveðið var á fundi danskra og íslenskra
þingmanna i Kaupmannahöfn, að nefnd yrði sett,
skipuð dönskum og íslenskum þingmönnum, til þess
að semja ný sambandslög, í stað stöðulaganna frá
1871, og skyldu þau leggjast bæði fyrir Rikisþingið
danska og Alþingi til samþyktar. Það var svo boðað
að Friðrik konungur VIII. og flokkur danskra Ríkis-
þingsmanna kæmu til íslands í heimsókn næsta sum-
ar, 1907.
Á þingmálafundi í Eyjafirði 8. júní 1907 lýsti H.
H. því, sem til stæði að gert yrði í sjálfstæöismálinu
á þessa leið: »Eftir að það hefur um langan undan-
farinn tíma verið gersamlega ómögulegt að ná eyrum
eða áheyrn bræðra vorra í Danmörku fyrir óskum
og kröfum um aðra ákvörðun á stjórnarfarslegri
stöðu íslands gagnvart öðrum hlutum ríkisins, og
annan grundvöll fyrir stjórnarskipun þess heldur en
þann, sem stöðulögin frá 1871 hafa að geyma, er nú
loks svo komið, sjerstaklega eftir vinsamlega sam-
fundi Alþingismanna og Ríkisþingsmanna á síðasta