Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 148
144
Frá þjóðfundarárinu 1851.
(Andvari-
aðalsamkomustað landsins og láta reisa þar búð til
skýlis fyrir fundarmenn og hann lét opt í Ijósi, að
á Þingvöllum ætti jafnan að halda opinbera fundi,
þegar inikilvæg mál bæri að höndum.
Hannes var ágætlega ritfær og inælskur. Ræður
hans voru jafnan hátíðlegar og skörulegar, en í rök-
semdaleiðslu stóð Jón Sigurðsson honum framar,
enda var Jón miklu lærðari stjórmálamaður. Nefnda-
störf og daglegt rifrildi á þingi mun ekki hafa verið
Hannesi geðfelt, en lýðforingi var hann flestum meiri.
Hann var hinn eini íslendingur, sem keppt gat við
Jón Sigurðsson um foringjastöðuna, en milli þeirra
var góð vinátta og samvinna meðan þeir lifðu báðir.
Þegar Jón varð, á árunum eptir þjóðfundinn, alment
viðurkendur foringi íslendinga, var Hannes þrotinn
að heilsu og andaðist skömmu síðar. Þetta var kann-
ske best fyrir land og lýð, því ekki er víst, að þessir
tveir geðríku skörungar hefðu getað til lengdar unnið
saman í sátt og samlyndi, en einsog þá var ástalt,
mátti síst dreifa kröptunum.
Hér verða prentuð bréf, sem fóru milli Hannesar
og stiptamtmánns skömmu fyrir þjóðfundinn. Bréf
þessi eru næsta merkileg. Þau lýsa ekki að eins
mönnunum, heldur má einnig segja, að hér talar
Hannes fyrir munn íslensku þjóðarinnar til æðsta
fulltrúa dönsku stjórnarinnar hér á landi, og málið,
sem deilt var um, var frelsi Islendinga til þess að
halda opinbera fundi til þess að ræða um stjórnmál.
En bréfunum til skýringar verðum vér að líta fyrst
nokkuö aftur i tímann og athuga aðdraganda þeirra
og orsakir. En hér verður að fara fljótt yfir sögu.
Vorið 1848 meðan byltingarnar geisuðu erlendis,
skrifaði Jón Sigurðsson »Hugvekju til íslendinga«,