Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 87
Andvari.]
Fiskirannsóknir 1921—1922.
83
Aldur, vetur SV-ströndin V-ströndin A-ströndin
hng hrgn hng hrgn hng hrgn
12 )) (185,5) (110,7) (113,6) (85,2) (85,2)
11 (83,0) (108,5) 92,3 96,7 79,5 (91,5)
10 (95,5) 95,2 87,0 87,6 85,8 (78,5)
9 83,5 87,2 81,1 80,2 80,5 (87,5)
8 7d,2 79,0 68,6 75,3 (63,5) 67,7
7 66,7 72,0 63,9 67,5 (63,3) (60,0)
6 62,2 66,9 59,2 62,6 47,4 45,2
5 56,0 56,8 53,0 56,1 » (37,0)
4 44,4 48,2 44,8 46,0 (26,0) (28,3)
3 32,5 33,7 35,6 35,7 21,0 (21,0)
2 23,4 23,7 » » » »
þroskaða fiska, dregur hann þá ályktun, að lúðan
sje í fyrsta lagi kynsþroskuð, þegar hún
er 9 — 10 vetra oger hún þá samkvæmt því sem
skýrt er frá áður 80 — 90 cm. löng. Þetta sýnir, að
hún er mjög lengi að vaxa og getur þá sennilega
orðið mjög gömul (20—30 vetra?).
Eggjafjöldi lúðunnar er afar mikill (2—3 milj.) og
klekjast þau við yfirborð á miklu dýpi, 1000 m. og
þar yfir, úti fyrir V,- og S.-strönd landsins og svo
lengra suður, fyrir vestan Færeyjar og Skotland. Dr.
Schmidt fann fyrstur seiðin klakin. Þau eru eins og
seiði kolanna rjett sköpuð og þunnvaxin, há og glær.
í júlí sjást þau inni við ströndina og eru þá orðin
alt að 3 cm. löng. Hrygningartíminn er líklegt að sje
í febrúar-apríl. Pær fáu flyðrur, sem eg hefi liaft
lækifæri lil að athuga, hafa verið útgotnar í miðjum
mars. Annars hefi eg farið nokkrum orðum um þetta
atriði í skýrslu minni 1907, Andv. XXXIII, bls. 126.