Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 97
Andvari.]
Fiskirannsóknir 1921—1922.
93
Enginn donti af pví par,
þótt einum slonta1 næöi snar;
fjórar lontur fjekk hann par,
fjárans pontur kolsvartar.
og þessi vísupartur:
Allir pota aftur lieim
meö öngulbrot í rassi2 . . . (höf. óviss).
Upp fyrir 1800 sleppi eg að fara, en eg held, að á
ýmsu hafi gengið með veiðina á 18. öldinni, og það
er víst, að Mývatn hefir fengið Ijótar skráveifur fyrri
part aldarinnar, þegar sandur og aska úr Kverkfjöil-
um varð í mjóalegg í Þingeyjarsýslu 1717 (sjá Þorv.
Thoroddsen. Ferðabók, bls. 366) og svo Leirhnúks-
gosin 1724 — 30. Verið getur, að fyrir ofan þenna
tíma hafi verið meiri veiði í vatninu, en það er al-
veg ósannanlegt, þar sem engar skýrslur er við að
styðjast. Að vatnið hafi við Leirhnúksgosin grynkað
»í mitti á meðalmanni«,s er, held eg, alómögulegt.
því að merki þess ættu að sjást glögt, eftir svo stutt-
an tíma.
Að komið hafi allgóð veiðiár á fyrri parti 19. ald-
ar, efa eg ekki; en að þau hafi verið betri en á síð-
ari partinum, eða jafnvel eins góð, það efa eg, enda
veiðarfæri þá ekki þeim mun betri, en seinna og
mun eg geta um það síðar.
Sný eg mjer heldur niður að árinu 1864: Þá er
eg 10 ára og farinn að greina ögn það sem gerðist í
1) stór, mögur branda.
2) Mývetnska = að fá ekkert.
3 Sjá Sóknarlýsing Skútust., J. Porsteinsson, ThoroddseD, bls. 289.