Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 26
22
Hannes Hafstein.
[Andvari.
mannahafnar á fund nýju stjórnarinnar til þess að
skýra henni frá málavöxtum og tjá henni, að ílokk-
urinn væri óánægður með það frumvarp, sem náð
hafði samþykki þingsins, sjerstaklega með það ákvæði
þess, að ráðherra íslands ætti að vera búsettur í Khöfn.
Var svo Hannes Hafstein valinn til fararinnar.
Petta er, eins og fyr segir, fyrsta þingið, sem H. H.
situr á. Eftir fráfall Benedikts Sveinssonar, sumarið
1899, hafði Magnús Stephensen landshöfðingi verið
mestu ráðandi um mótstöðuna gegn frumvarpi dr.
Valtýs. En um leið og H. H. er kjörinn til ulanfarinn-
ar 1901, verður hann foringi Heiinastjórnarflokksins.
Þegar til Kaupmannahafnar kom, var honum vel
tekið af dönsku stjórninni, et' til vill meðfram vegna
gamalla kynna við suma mikilsmegandi menn, sem
henni stóðu nærri. Þegar hann hafði flutt erindi sitt
fyrir konungi og ráðaneytinu og þeim fundi var slit-
ið án þess að nokkuð væri uppi látið um undirtekt-
irnar, vjek hann sjer að Hörup ritstjóra, sem var
einn af ráðherrunum, og spurði, hvernig máli sínu
mundi reiða af. »Jeg sje það undir eins, að þjer er-
uð i náðinni«, svaraði Hörup, »og að þjer fáið alt,
sem þjer viljið«. En árangur fararinnar varð sá, að
dómsmálaráðherrann, Alberti, sem jafnframt var ís-
landsráðherra, lagði fyrir aukaþingið 1902 tvö frum-
vörp: Valtýs-frumvarpið, sem samþykt hafði verið á
þinginu 1901, og annað frumvarp, þar sem teknar
voru til greina kröfur Heimastjórnarflokksins um
búsetu ráðherrans í Reykjavík. En því frumvarpi
fylgdu skýr fyrirmæli um, að mál íslands skyldu
flutt fyrir konungi í ríkisráðinu. Um þetta stóð altur
á móti ekkert ákvæði í hinu frumvarpinu, þótl að
sjálfsögðu væri til þess ætlast, að sú venja hjeldist