Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 144
140
Frá þjóðfundarárinu 1851.
[Andvari.
isalda, sem þá gekk yfir Norðurálfuna, sem vakti
landsmenn af svefni og hvatti þá til að hefjast handa.
þegar íslendingar sáu, að Danir fengu stjórnarskrá
og þingræði, vildu þeir einnig fá að njóta sama frels-
is. Nú vildi líka svo vel til að hérumbil öll þjóðin
kunni að lesa og gat því tiltölulega íljótt fengið að
vita um hina miklu viðburði, sem gerðust hjá ná-
grannaþjóðunum. þetta er mikilvægt atriði. Ef lestr-
arkunnáttan hefði verið á lágu stigi á íslandi, eins-
og hún var víða annarstaðar í álfunui á þeim tím-
um, mundi hin pólitíska hreyfing seint hafa náð út
til alþýðunnar.
Auðurinn er afl þeirra hluta er gera skal, segir
máltækið, og þetta kemur líka fram í stjórnmálalífinu.
Þjóð, sem vegna fátæktar og óblíðu náttúrunnar á
fult í fangi með að draga fram lífið, hefir eðlilega
ekki mikil skilyrði til þess að fást við stjórnmál. En
nú vildi svo til, að á þessum tímum var framúrskar-
andi gott árferði hér á landi. Frá 1837 til 1854 má
heita að væri sífelt góðæri, Og efnahagur manna
batnaði stórkostlega. Þó engin auðsöfnun í stórum
stil ætti sér stað, þá var þó efnahagur ahnennings
um 1850 jafnbetri en hann hefir nokkru sinni síðar
verið.
Hin vaxandi velmegun þjóðarinnar glæddi hjá
henni sjálfstraust og sjálfstilfinningu. Hún fann sárt
til hlekkjanna, sem að henni krepptu og vildi brjóta
þá af sér.
Það má sjá, hversu stórhuga og bjartsýnir menn
hafa verið á þessum tímum, því til eru ágætar heim-
ildir um þau efni, bænarskrár, fundarsamþyktir og
bréf og tillögur einstakra manna. Við að athuga
þessar heimildir, sést, að það voru engar smávægis