Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 42
38
Hannes Hafstein.
[Andvari,
snúist hafði gegn B. J. Við kosningar til Alþingis,
sera fram fóru haustið 1911, vann Heimastjórnar-
flokkurinn enn stærri sigur en Sjálfstæðisflokkurinn
hafði unnið haustið 1908.
Þelta varð til þess, að H. H. tók aftur við völdum
á Alþingi sumarið 1912. Sambandsmálið hafði ekki
verið haft á oddinum af hálfu Heimastjórnarflokks-
ins í kosningabaráttunni 1911, svo að ekki þótti ger-
legt, að samþykkja nú nefndarfrumvarpið á hinu
nýkosna þingi, enda þótt atkvæðamagn væri til þess.
En löngu áður en þing kom sainan hafði H. H. leit-
að sainkomulags um sambandsmálið við þingmenn
beggja flokkanna. Hugsaði hann sjer, að þingið gæti
nú orðið einhuga, eða því sem næst einhuga um, að
koma inálinu fram, og ætlaði enn að leitast fyrir um
það hjá Dönum, hve langt yrði komist. Samtök
komust á um þetta vorið 1912 og höfðu flestir þeir
þingmenn, sem til náðist, úr báðum flokkum, þar á
meðal Björn Jónsson, undirskrifað heitorð uin að
fylgjast að til þess að reyna að koma sambandsmál-
inu fram með nokkurri málamiðlun milli frumvarp-
anna frá 1909, ef gerlegt reyndist, að fá Dani enn
til að sinna því. I’essi samtök fóru upphaflega leynt,
en þóttu miklum tíðindum sæta, er kvis barst út um
þau, og voru þau þá í viðtali manna í milli nefnd
»bræðiugurinn«. í samræmi við þetta var svo á þing-
inu 1912 myndaður nýr flokkur, sem nefndist Sam-
bandsflokkur, og gengu í hann yfir 30 þingmenn af
40, en Jón Magnússon, síðar forsætisráðherra, var kos-
inn formaður hans. Samþyktin á stofufundi llokks-
ins er svohljóðandi: »að þeir þingmenn úr báðum
hinum gömlu ílokkum og flokksleysingjar, sem vinna
vilja að framgangi nýrra sambandslaga milli íslands