Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 45
Andvari.)
Hannes Hafstein.
41
eldri andslæðinga. Átti hann þá erfíðari aðstöðu á
þingi en nokkru sinui áður. En mesta mótlætið, og
það, sem honum fjell langþyngst að bera, var þó
hitt, að meðan á þingi stóð þetta sumar misti hann
konu sína. Hún andaðist 18. júlí. Tók hann sjer
missi hennar svo nærri, að hann var varla samur
maður og áður upp frá því.
Þingið 1913 samþykti breytingar á stjórnarskránni
og sumar þeirra þýðingarmiklar, svo sem um aukinn
kosningarrjett, kosningarrjett kvenna og afnám kon-
ungkjörs til Alþingis. Ein breytingin var sú, að felt
var úr stjórnarskránni ákvæðið um, að íslensk mál
skyldu ílutt fyrir konungi i ríkisráði, en í þess stað
sett, að konungur skyldi sjáltur ákveða, hvar málin
yrðu flutt fyrir honum. Á ríkisráðsfundi í nóvember
um haustið skýrði ráðherra frá málinu og hjet kon-
ungur að staðfesta þessar breytingar á stjórnarskránni,
en lýsti yfir, að jafnframt gæfi hann út úrskurð um,
að málin yrðu eftir sem áður flutt fyrir sjer í ríkis-
ráðinu, og gæti engin breyting á þessu orðið nema
samin yrðu ný lög um rikisrjettarsamband Danmerk-
ur og íslands, er samþykt væru af Ríkisþingi og Al-
þingi. — í þetta sinn fjekk H. H. því einnig fram-
gengt, að konungur gaf út úrskurð um, að á íslandi
skyldi verða löggiltur sjerstakur fáni. Hafði Alþingi
með þingsályktun falið ráðheira flutning þess máls.
Fáni sá átti þó að eins að notast á landi og innan
landhelgi, og með nýjum konungsúrskurði skyldi
gerð hans ákveðin. Eftir heimkomu sína skipaði
ráðherra nefnd til þess að gera uppástungur um gerð
fánans. Var Alþing rofið, vegna stjórnarskrárbreyting-
anna, og boðað til nýrra kosninga vorið 1914.
Flokkaskiftingin hafði öll verið á ringulreið á siðasta