Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 65
Andvari.]
Um framleiðslufje og lifskrafafje.
61-
Söfnunarsjóönum, því að þótt það sjeu einstakir k-
kveðnir menn, sem rjett hafa til vaxtanna um sina
daga, þá hafa þeir engin ráð yíir höfuðslólnum, og
hann skiftist eftir því sem kynslóðirnar ganga fram
út á meðal þjóðarinnar.
13. Eftir því sem fólkinu fjölgar og atvinnurekst-
ur verður margbrotnari og kostnaðarsamari, eftir því
fjölgar þeim meir og meir, sem ekki stunda sjálfir
neinn atvinnurekstur, heldur vinna fyrir kaupi hjá
öðrum. Menn skoða það nokkuð oft sem sjálf-
sagt, að hver fullvinnandi maður eigi að geta borið
svo mikið úr býtum fyrir vinnu sina, að hann geti
á því lifað með fjölskyidu, en þetta held jeg, að sje
skakt. Jeg sje ekkert eðlisbundið samband milli þarfa
mannsins og verðmætis þess, sem hann gelur afrek-
að með vinnu sinni. Tökum til dæmis sveitabónda,
sem er að hugsa um, hvort hann á að taka kaupa-
fólk til heyvinnu eða ekki. Hann leggur þá niður
fyrir sjer, hvað hann býst við, að kaupafólkið muni
geta heyjað mikið í bærilegri tíð, og jafnframt, hvað
hann muni geta haft mikið gagn af heyinu, en það
fer mest eftir þvi, hvaða verð er á afurðum búfjen-
aðarins. Pegar bóndinn svo hefur lagt þelta niður
fyrir sjer, þá sjer hann, hvað hann muni geta staðið
sig við að gjalda kaupafólkinu hátt kaup, en upp-
hæð kaupsins getur ekki farið eftir þörfum kaupa-
fólksins. Verkalaunin verða að fara eftir þvi, hvað
mikils virði það er fyrir atvinnurekandann, sem
verkamaðurinn afrekar1). Enginn atvinnurekstur get-
1) Pað var svo fram yfir rniðhik minnar æfi og að likindum lieíur
það verið svo frá því að landið bygðist, að allur atvinnurekstur lijer á
landi, að undanteknum einyrkjabúskap, var fjarri þvi að geta borið sig,
ef atvinnurekendur (bændur) liefðu þurft að borga vinnumönnum sinum
svo hátt kaup, að þeir hefðu getað á þvi einu lifað með fjölskyldu. Pað