Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 18
14
Hannes Hafstein.
[Andvari.
f Kjós. Hafði H. H. um tíma að undanförnu verið
settur til að gegna sýslumannsstörfum þar í sýslunni.
Þingvallafundi þessum var stefnt saman til þess að
styrkja Alþingi í kröfum þess um að fá endurskoð-
un sljórnarskrárinnar framgengt, en stjórnarskrár-
frumvörpum þingsins hafði að undanförnu verið
neitað staðfestingar af dönsku stjórninni og var hiti
allmikill kominn í það deilumál, eins og kunnugt er.
Á Þingvallafundinum voru kjörnir fulitrúar úr flest-
um kjördæmum landsins og auk þeirra þingmenn
margir og fleiri menn, og höfðu allir málfrelsi, en
atkvæðisrjett höfðu fulltrúarnir einir. Alls sóttu fund-
inn um 200 manns. Benedikl Sveinsson sýslumaður
setti fundinn, en að því loknu var sungið kvæði eft-
ir Benedikt skáld Gröndal. Björn Jónsson ritstjóri
var kosinn fundarsljóri, en hann var fulltrúi Reyk-
inga. Hafði þó »Þjóðólfur« fastast hvalt til fundar-
haldsins af blöðunum, og var Rorleifur Jónsson, nú
póstafgreiðslumaður, þá ritstjóri hans, en »lsafold«
lítt látið málið til sin taka. í »Þjóðólfi« er sagt frá
afstöðu fundarins til stjórnarskrármálsins á þessa
leið: »AIstaðar liafði lýst sjer meira og minna sterk-
ur áhugi á því, að halda málinu hiklaust áfram, og
allir, sem til máls tóku, töluðu með því, nema
Hannes Hafstein,' sem þó talaði móti málinu fremur
eftir sinni eigin skoðun en kjósenda sinna, þótt hann
að vísu hjeldi því frarn, að meiri hluti þeirra mundi
var móti málinu, en því mótmælti hinn fulltrúi sýsl-
unnar og fleiri sýslubúar, sem á fundinum voru.
Ýmsir urðu til að mótmæla skoðun H. H. á málinu,
t. d. Skúli Thoroddsen og Ben. Sveinsson«. — Á
fundinum var samþykt tillaga um að halda fram
endurskoðunarfrumvarpinu á sama grundvelli og á