Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 135
Andvari.]
ísland og fullveldi þess.
131
Þessi grein er þegar fallin úr gildi, sakir þess, að
vér höfum þegar sett hæstarétt á stofn í landinu sjálfu.
11. gr. »Að því leyti, sem ekki er ákveðið að
framan um hlutdeild íslands í kostnaði þeim, sem
leiðir at meðferð mála þeirra, sem ræðir um í þess-
um kafla, skal hún ákveðin eftir samningi milli
stjórna beggja landa«.
Þessi grein þarf engra skýringa. Samningar þessir
hafa þegar verið gerðir og gjöldum vér 12000 kr.,
lítið fyrir lítið.
12. gr. »Öðrum málum en þeim, sem að framan
eru nefnd, en varða bæði Danmörk og ísland, svo
sem samgöngumálum. verzlunar- og tollmálum, sigl-
ingum, póstmálum, síma- og loftskeytasambandi,
dómgæzlu, máli og vigt og fjárhagsmálum skal skipa
ineð samningum, gerðum af þar til bærum stjórn-
völdum beggja ríkja«.
í sjálfu sér er þessi grein gjörsamlega óþörf, því
að slíkum málum verður ekki ráðstafað fyrir tvö
óháð, sjálfstæð og fullvalda ríki á neinn annan hátt
en með samningum. Hún er sett hér til þess eins,
að sýna að ísland og Danmörk hafa sömu afstöðu
hvort við annað, sein hver önnur tvö fullvaida ríki,
til þess að sýna ljóslega að engin sameiginleg stofn-
un eða sambandsstofnun er til, sú er þessi mál
heyri undir.
13. gr. »Fjárhæð sú, að upphæð 60000 kr., sem
ríkissjóður Danmerkur hefir undanfarið árlega greitt
Islandi, og kostnaður ríkissjóðs af skrifstofu stjórnar-
ráðs íslands í Kaupmannahöfn, fellur niður.
Sömuleiðis eru afnumin forréttindi íslenzkra náms-
manna til hlunninda við Kaupmannahafnar háskóla«.
14. gr. »Ríkissjóður Danmerkur greiðir 2 miljónir