Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 80
76
Fiskirannsóknir 1921—1922.
[Andvariv
austanlands í heita sjóinn við Suður- og Suðvestur-
ströndina, svo að þau gætu vaxið þar fljótara. Hver
veit nema þetla verði framkvæmt einhvern tíma í
framtíðinni.
2. Lúða (spraka, Hippoglossus vulgaris Flem.).
Pessi fiskur, sá sjófiskur, er almenningur hjer hefir
lengi haft mestar mætur á sem matfiski (heilagfiski,
o: heilagur fiskur) og er um leið hinn allra stærsti,
þegar beinhákarl, hákarl og hámeri eru ekki tal-
in með.
Eg hafði því frá byrjun hugsað mjer að safna
gögnum til aldursákvörðunar á þessum fiski, þegar
tækifæri byðist og var þegar byrjaður á því, þegar
eg fjekk að vita, að Dr. Schmidt hafði safnað á
»Thor« 1908 samskonar gögnum, og Hansen skip-
sljóri sumarið 1909, á »Snorra Sturlusyni«, miklu af
þesskonar. Páð sem eg hafði þá safnað afhenti eg
Dr. Schmidt, svo að það gæti orðið rannsakað með
hinu, en það verk fól hann aðstoðarmanni sínum
mag. P. Jespersen, sem áður er nefndur. Skýrði Jes-
persen svo frá útkomunni af rannsóknum sínum í
merkilegri ritgerð á ensku í Meddel. fra Komm. for
Havundersögelser 1917, Serie Fiskeri, V, Nr. 5.1 Gögn
þau, sem eg hefi safnað síðan eg ljet hilt frá mjer,
hefi eg nú rannsakað og birti eg hjer útkomuna af
þeirri rannsókn og svo rannsóknum Jespersens, sem
eru svo mikils verðar, að eg tel sjálfsagt, að þær
komi almenningi hjer fyrir sjónir.
Gögn þau, sem höfð eru til aldurs-ákvarðana á
1) Contributions to the Life-history of the North Atlanlic Ilalibut
(Hippoglossus vulgaris Fl.).