Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 122
118
ísland og fullveldi þess.
[Andvari.
röng og fallast þar með á skoðanir íslendinga að
landið hafi jafnan verið fullvalda ríki. Því næst er
yfirlýsing beggja ríkja um að þau hafi gert með sér
sáttmál og að það sé innifalið i sambandslögunum.
— Síðasta málsgreinin um heiti konungs er aðeins
afleiðing af viðurkenningunni á fullveldi íslands.
2. gr. »Skipun konungserfða er sú, er segir í 1.
og 2. gr. konungserlðalaga frá 31. júlí 1853. Kon-
ungserfðum má ekki breyta, nema samþykki beggja
rikja komi til«.
Hér er eigi um samning að ræða í fyrri setning-
unni, því að þetta skipulag var á konungserfðum í
báðum löndunum. Raunar voru þessi lög um kon-
ungserfðir 31. júlí 1853 ekki löglega birt á íslandi
og því eigi gild lög þar, en hins vegar vissu íslend-
ingar um þau, því að þau voru send hingað til birt-
ingar á dönsku, bæði stiptamtmanni, amtmönnum,
og síðar send Alþingi. t*ó hófu þeir engin mótmæli
gegn þessari erfðaskipun, heldur létu við svo búið
standa um þetta sem um allt samband sitt við
konunginn. En í 2. gr. sambandslaganna lýsa þeir
yfir því, að þeir muni framvegis láta standa svo sem
verið hafði og taka það í lög sin, enda hefir þetta
ákvæði síðan verið tekið inn í stjórnarskráná.
Síðari setningin er samningur eða gagnkvæmt lof-
orð um að breyta eigi ákvæðum þessara tveggja
fyrstu greina í erfðalögunum nema með gagnkvæmu
samþykki.
3. gr. »Ákvæði þau, er gilda nú í Danmörku um
trúarbrögð konungs og lögræði, svo og um meðferð
konungsvalds, þegar konungur er sjúkur, ólögráður
eða staddur utan beggja rikjanna, skulu einnig gilda
á íslandi«.