Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 24
20
Haunes Hafstein.
[Andvari.
heim frá námi. En upp úr aldamótunum er liinu
lygna tímabili í æfi hans brátt lokið, og eftir það
verður hún tilbreytingarmeiri og viðburðaríkari.
H. H. bauð sig fyrst fram til þingmensku í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, eftir lát sjera Þórarins pró-
fasts Böðvarssonar í Görðum, en náði ekki kosn-
ingu. Næst bauð hann sig fram í ísafjarðarsýslu
haustið 1900 og var kosinn þar. Sat hann fyrst á
þingi sumarið 1901. Hafði þá um nokkur ár staðið
mikil deila um sjálfstjórnarmálið, og var nú komin
inn á nýjar brautir. Menn höfðu þreytst á því, að
halda fram endurskoðunarkröfunum, um jari eða
landstjóra hjer á landi, er engu varð um þokað og
danska stjórnin hafði hvað eftir annað þverneitað
þeim kröfum, og margir töldu.nú heppilegra að reyna
nýjar leiðir, til þess að koma fram þeim breytingum,
sem nauðsynlegastar þóttu, enda þótt fylstu kröfum
fengist ekki framgengt. 1*0 hafði og skilnaðarhugsun-
in fyrst komið fram, og var höf. þessarar greinar
fyrsti formælandi hennar, og reyndar eini formæl-
andinn á þeim tímum, en hún festi þó rætur hjá
ýmsum hinna yngri manna, og kom það síðar fram.
Gerðist svo dr. Valtýr Guðmundsson háskólakennari
foringi nýrrar stefnu í málinu og lagði aðaláhersluna
á, að fá sjerstakan ráðherra skipaðan til þess að
fara með mál íslands. Sumarið 1897 kom hann frain
með frumvarp þess efnis á Alþingi og hafði áður
fengið loforð dönsku stjórnarinnar um staðfesting
þess, ef þingið fjeliist á það. Þetta frumvarp klauf
þingið í tvo flokka; margir vildu aðhyllast frum-
^arpið, en þó náði það ekki meiri liluta. Benedikt