Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 70
66
Um framleiðslufje og lifskrafaíje.
[Andvari-
þeir sem engin börn eiga, geta haft ástæðu til að
ráðstafa nokkru fje á þann hátt, sem hjer er um að
ræða, þá virðist ríkið hafa fulla ástæðu til, að leggja
nokkuð fram til að auka fje á æfinlegri erfingja-
rentu, því að því meir sem það vex, því fyr fer al-
menningur að geta haft styrk af vöxtunum, og um
leið bætist við framleiðslufjeð í landinu. Það er síð-
ur en svo, að það fje, sem þannig er varið, sje nokk-
urt eyðslufje.
Með timanum verður því takmarki náð, að hver
íslenskur maður fæðist eigi að eins sem frjáls mað-
ur með borgaralegum rjettindum heldur og með
rjetti til arðs af eign sem óbrigðilegs aldaóðals. —
Auðvitað verður þess langt að bíða, að sá arður
geti orðið verulegur styrkur fyrir almenning, en í
æfi þjóðarinnar er hver mannsaldurinn ekki stórt* 1).
liíir, sem næst allra vaxta af einhverri upphæð, er liann siðan vill setja
á æfínlega eríingjarentu. Hann gelur þá lagt hana í aðaldeild Söfnunar-
sjóðsins með þeim skilmálum, að upphæðin verði eftir lát vaxta-njót-
andans ílutt i erfingarentudeildina.
1) I aðaldeild Söfnunarsjóðsins er uppliæð ein er nam á nýjárí 1913
1000 kr., og er svo ráð fyrir gjört, að lielmingur hennar með vöxtum
verði á hve jum aldamótum fluttur yfir i deild hinnar æfinlegu crfingja-
rentu. Með 5°/o ársvöxtum mun sá helmingur innstæðunnar, sem flytja má
i erfingjarentu-deildina um þriðju aldamót hjer fró, nema rúmum 118>
miljónum króna. Pannig getur fjeð vaxið.