Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 49
Andvari.]
Hannes Hafstein.
45
asti i viðkynningu og laðaði menn mjög að sjer með
allri framkomu sinni. Starfsmaður var hann mikill,
þegar hann hafði áhugamálum að sinna, og var þá
fylginn sjer og áhugamikill. En hins vegar var hann
hneigður tii glaðværðar og nautna og var ör á fje
hvort sem var til gagns eða gleði.
Jón biskup Helgason segir í ræðu eftir H. H., að
svo skiftar sem skoðanir manna hafi verið um það
upphaflega, hve heppilega hafi tekist með skipun
fyrsta innlenda ráðherrans, þá muni mega segja, að
nú blandist mönnum ekki hugur uni það, að H. H.
hafi verið þar wrjettur maður á rjeltum stað«, eins
og prófessor Georg Brandes sagði i ræðu, er H. H.
var skipaður ráðherra. Erlendis hefur ísland ekki
hlotið meiri sóma af framkomu annara sona sinna
á stjórnmálasviðinu en H. H., segir J. H. biskup enn
fremur; »framkoma hans vakti athygli og varð hver-
vctna til þess að auka honum álit og traust þeirra,
er hann átti saman við að sælda. En það álit varð
jafnframt til þess, að auka álit hinni fámennu þjóð,
er átti öðru eins glæsimenni á að skipa sem fulltrúa
sfnum«.
Pað má svo heita, að fram til þess, er um skifti
fyrir H. H., væri hann hamingjunnar óskabarn. Kle-
mens Jónsson lýsir heimilislífi hans og hjónabandi
með þessum: »Frú Ragnheiður var ekki einungis
eiginkona hans i þess orðs besla og innilegasta skiln-
ingi, heldur líka hans besti vinur og fjelagi. Þau
voru svo samrýnd og samtaka i öllu, að jeg efast
um, að jeg hafi nokkurn tima þekt hjón eins sam-
rýnd og þau. Hún var friðleikskona og sköruleg i
allri framkomu. Var því ekki hægt að segja annað,
en að þau hjón væru einkar vel fallin til, einnig