Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 38
34
Hannes Hafstein.
[Andvari.
sameiginlegu málin talin upp og gerð grein fyrir
meðferð þeirra. En að lokum er ákvæði um, að máls-
aðiljar geti, hvor um sig, krafist endurskoðunar á
lögunum að 25 árum liðnum, og náist þá ekki sam-
komulag eftir þeim reglum, sem þar um eru settar,
ákveði konungur með tveggja ára fyrirvara, að sam-
bandinu um sameiginlegu máiin, að undanskildu
konungssambandinu, utanríkismálum og hervörnum
á sjó og landi, skuli vera slitið. — Við 1. gr. gerði
Sk. Th. þá breytingartill., að í stað fyrstu málsgrein-
ar kæmi: »ísland er frjálst og fullveðja ríki«. Hann
vildi að endurskoöunin gæti farið fram eftir 20 ár
og að sambandsslitin gætu náð til allra mála að kon-
ungssambandinu einu undan skildu. Kaupfáninn út
á við er í frumv. talinn með sameiginlegum málum,
en það ákvæði vildi hann fella niður.
Þing var nú rofið og boðað til nýrra kosninga í
september, sem ráða skyldu forlögum hins nýja sam-
bandslagafrumvarps. Engum gátu dulist þær miklu
rjettarbætur, sem það hafði að færa. Yfir höfuð fjekst
þar alt, sem íslendingar höfðu áður krafist, og enn
meira í viðbót. En samt risu stjórnarandslæðingar
upp gegn frumvarpinu og var háð um það hin harð-
asta og, frá þeirra hálfu, hin illvígasta rimma, sem
átt hefur sjer stað í stjórnmálabaráttunni hjer á landi,
sumarið 1908. Frumvarpinu var fundið alt til foráttu.
Fyrst og fremsl var það sagt, að meira mætli fá, og
vitnað í breytingartillögur Sk. Tb. Það var sagt, að
nefndarmennirnir hefðu lifað i sukki og glaumi í Khöfn
í stað þess að halda fram rjettindum landsius, allir
nema þessi eini, og þeir voru kallaðir föðurlands-
svikarar og allir, sem þeim veiltu lið. Það var sagt,
að frumvarpið væri rangþýtt, islenska þýðingiu föls-