Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 63
Andvari.] Um framlciðslufjc og lífskrafafje. 59
9. Eins og áður er getið, er það mjög mikilsvert
fyrir þjóðfjelagið, að framleiðslufjeð fari vaxandi, því
við það vex atvinna manna og afrakstur landsins.
Sá maður, sem leggur nokkuð i sparisjóð, eykur með
því framleiðslufjeð í landinu; jafnframt því sem hann
eykur eign sjálfs sin, þá eílir hann og þótt í litlu sje
heill þjóðarinnar. Það getur varla dulist neinum, að
sá bóndi, sem bætir svo jörð sína, að hún gefur af
sjer langtum meiri töðu en áður, hefur unnið nyt-
semdarverk fyrir sveit sína og föðurland. um leið og
faann hefur gjört jörð sina meira virði. En likt er
því varið með hverja aðra viðbót við eign manna,
sem ekki er fengin með því að draga fje til sin úr
höndum annara. Á hinn bóginn gerir hver sá þjóð-
fjelaginu ógagn, sem eyðir að óþörfu einhverju fram-
leiðslufje, og alt, sem skerðir það eða hamlar vexti
þess, er jafnan mjög ísjárvert.
10. Þótt það nemi samtals ekki litlu, sem efnalitl-
ir sparsemdarmenn leggja til þess að auka fram-
leiðslufjeð, þá munar þó einna mest um það, sem
ráðdeildarsamir efnamenn gjöra i því efni, og þetta
■er eðlilegt. Maður, sem litlar tekjur hefur, þarf að
neita sjer um margt, til þess að hafa nokkuð af-
gangs lífskröfum sinum, en sá, sem hefur miklar
tekjur, þarf ekki nema nokkurn hluta af þeim, til að
fullnægja öllum skynsamlegum lífskröfum, og á því
ljett með að bæta því, sem um fram er, við eign
sina og auka með því framleiðslufjeð i landinu.
11. Flest starfræksla heppnast venjulega best hiá
þeim, sem sjálfir bera afleiðingarnar af því, hvernig
hún gengur, og því er atvinnurekstur yfir höfuð best
'l'öfðu gengit sjalfala úti; þvi kendi hvárrtveggi sjer naulin«. Hjer var
um mikið að ræða. sem eigi var framkomið við neina vinnu.