Andvari - 01.01.1879, Blaðsíða 10
Hugleiðingar um stjórnarmálið.
G
þau látin vera sá grundvöllur, er stjórnarskráin er
byggð á. Umþessisvo kölluðu stöðulög hefir margt
verið rætt, og gildi þeirra fyrir ísland hefir verið
mótmælt. f>au eru samin af þjóðþingi Dana, án
þess vjer höfum goldið samkvæði til þeirra, með
þvi þess hefir eigi verið leitað, rjett eins og ísland,
þetta forna ríki, hefði verið rjettindalaus landskiki,
sem danska þjóðfjelagið hefði haft öll ráð yfir, þótt
enginn hafi enn fundizt sá, er væri svo fróður, að
hann gæti sýnt, hvenær og hvernig land vort hafi
fengið þessa ummyndun. þessi lög fjekk danska
stjórnin þingið til að semja fyrir ísland á sama tíma,
sem hún stóð á því fastara en fótunum, að konung-
urinn væri með öllu einvaldur og ótakmarkaður yfir
íslandi, þó hann væri það ekki yfir Danmörku, og
gæti ómögulega veriðþað yfir íslandi heldur. þ>annig
er grundvöllurinn, sem stjórnarskrá vor er byggð á,
og mun mörgum þykja sem hann sje nokkuð laus
í sjer, ef einhvern tfma reyndi á traustleika hans
fyrir alvöru. Vjer ætlum, að þær ákvarðanir, sem
standa i nefndum lögum og við eiga, ætti að taka
upp í stjórnarskrána sjálfa, með því vjergetum ver-
ið allvel ánægðir með þær að efninu til, þótt að-
ferðin við tilbúning þessara svo kölluðu laga sje
mjög móðgandi fyrir tilfinningu vora, sem gamals
og sjerstaks þjóðfjelags.
~ Önnur grein stjórnarskrárinnar segir svo fyrir,
að konungur láti ráðgjafann fyrir ísland framkvæma
vald sittyfir hinum sjerstaklegu málum landsins, og
að þetta vald, að því leyti, sem því er að beita inn-
an lands á íslandi, skuli fengið í hendur landshöfð-
ingja, en á ábyrgð ráðgjafans, eður með öðrum orð-
um, landshöfðinginn á að vera ábyrgðarlaus erinds-
reki ráðgjafans og hafa þau störf á hendi fyrir hann,
sem konungur ákveður. "þriðja greinin talar uin