Andvari - 01.01.1879, Blaðsíða 91
Brjef frá Norvegi.
87
ógeð á að borða hann, og ef nokkuð nær að slá í
hann (úldnar), þá þykir hann jafnvel hálfeitraður.
Yeiði þessi þykir að öðru leyti lítilsverð og lítið
gefa af sjer.
Á torginu í Bergen sá jeg að eins einu sinni
fisk þann, er kallaður er berglax. Var hann á stærð
við stútungsfisk, silfurlitað hreistur, hausstór og með
mjög stór augu i samanburði við aðra stærð hans.
Kváðu menn fisk þennan mjög sjaldfengin.
Humar (hummer) og krabbi (krabbe) eru tvö
kvikindi, er skriða á mararbotni, en sem Norðmenn
leggja stund á að veiða; þylcir einkum humarinn
sælgætismatur. Veiðarfærið, sem Norðmenn brúka
fyrir skepnu þessa, er nokkurs konar sívöl karfa, er
þeir kalla „teine“ (tínu?). Hún er riðin úr tágum
utan um sviga, og í báðum endum hennar er trje-
grind, með skakkskeytis-tágahulstri, er leyfir fiskin-
um inngöngu en ekki útgöngu aptur. í miðri körf-
unni er fest agnið, er ginnir fiskinn að skriða inn;
en sú beita má hvorki vera síld eða makríll; því jeti
humarinn þessar fiskitegundir, drepst hann fyr en
ella, en það vilja veiðimenn forðast. Hellusteinn er
bundinn neðan á þessa veiðikörfu til að halda henni
við botn, og svo er dufl á að ofan. Af því humar
þykir sælgætismatur og mikið veiðist af honum í
Norvegi, er hann soðinn niður í járnþynnudósir, til
verzlunar erlendis; en auk þess sækja Englending-
ar hann og flytja út annaðhvort i ís eða þá í vatns-
heldum fiskikössum í skipum sínum. Báðar þessar
fiski-tegundir, humar og krabbi (krabbann þelckti
jeg vel, því þó hann ekki sje veiddur hjá oss, þá
sjer maður hann opt koma upp úr fiski) eru mjög
lífseigar, og sá jeg þá opt skríða með fullu fjöri
seinni part dags á bæjartorgunum, er þangað höfðu
komið um morguninn,