Andvari - 01.01.1879, Blaðsíða 54
Brjef frá Norvegi.
SO
nokkuð af farminum, á öllum löngum förum sjer í
lagi, til aðjafna honum sem bezt niður á allan flot-
krapt skipsins.
í Víkinni hafa menn oliu til að bera á báta sína,
bæði að utan og innan, en tjöru ekki, nema einstaka
maður lítið eitt af hrátjöru saman við olíuna. Leizt
mjer að þetta olíubráð mundi vera í alla staði gott
fyrir oss, er opt þurfum að láta báta vora standa á
landi í þurkum og sólskini, því fitubráðið ver miklu
betur rifum en tjörubráðið og að minni hyggju einn-
ig fúa. Lýsið gjörir náttúrlega sama gagn í þvi til-
liti; en trjeð drekkur það ekki eins fljótt í sig eins
og „lampaolíu", er Norðmenn brúka, og hún setur
gljáhúð á trjeð, er prýðir jafnframt; en það gjörir
lýsið ekki. Brúki menn á annað borð tjöru, þá er
hrátjaran langtum betri en koltjaran, sem ekki ætti
að brúka nema ef vera skyldi á för þau, er alltaf
eru í sjó að sumrinu. Koltjaran hefir svo sem ekk-
ert fituefni í sjer; og hennar hrafnbrúni litur dreg-
ur að sjer sólargeislann, er bæði rífur og máske
brennir trjeð. — Nauðsynlegt er að skafa byrðing-
in vel áður brætt er, hvaða bráð sem er, því trjeð
hefur þeim mun betri not af bráðinu, því hreinna
sem það er. í því tilliti eru Sunnlendingar eptir-
breytnisverðir, því þeir skafa mjög vandlega undir
bráðið, eins og þeir líka að öðru leyti hirða mæta
vel för sín. Má í því tilliti geta þess, að bæði er
þarflegt og sómasamlagt að þvo allt slor og óhrein-
indi úr fiskibátum við hvern róður, jafnskjótt og bú-
ið er að kasta veiðinni af, svo það ekki storkni á
trjenu. f>etta sá jegNorðmenn gjöra rækilega, því
þeir þvoðu báta sína að innan jafnótt og fiskurinn
seldist úr þeim á bæjartorgunum, og brúkuðu til þess
leppþvegil: dálítið prik og neglt í endan á því lepp-
druslu með einum nagla.