Andvari - 01.01.1879, Blaðsíða 18
14
Hugleiðingar um stjórnarmálið.
hyggmistu menn og láta þá fá nægan tíma til að
starfa þar að ætlunarverki sínu með fullkominni
vandvirkni. Vjer ætlum, að þingið, ef það væri hald-
ið á hverju ári, mundi þurfa að standa 5—6 vikur
að jafnaði, en ekki álítum vjer við eiga, að fyrir
skrifa því neinar fastar reglur um þetta í stjórnar-
lögunum; þingtíminn verður að fara eptir því, hversu
mörg og merkileg mál koma fyrir i hvert skipti.
f>ó forfeður vorir á frelsisöldunum sætu eigi
nema 2 vikur á þingi hvert sumar, þá kostuðu þeir
í raun og veru langt um meiru til þinghaldsins en
vjer; því þótt vjer höfum engan reikning i krónutali
yíir þingkostnaðinn í fornöld, þá vitum vjer, að þing-
ið var að jafnaði ákaflega fjölmennt, þar sem hver
höfðingi reið með sveit manna til þings. |>að munu
engar öfgar nje ýkjur, þó vjer reiknum, að 40 höfð-
ingjar hafi riðið til þings, hver með 12 manns að
jafnaðartali, því allt lýtur að því, að þessar tölur sjeu
mikils til of lágt settar, en ekki of hátt. Eptir þessu
verða þá hjer um bil 500 manns á þingi, og þegar
vjer ætlum þessum mönnum að jafnaði 4 vikur til
að ríða á þing, sitja á þingi og riða heim af þingi,
þá sjáum vjer, að 2000 vikuverk eyðast til þings-
haldsins. Ef vjer nú aptur gerum áætlun um, hversu
mörg vikuverk ganga til þess, að halda alþingi í
eitt skipti með þeirri skipun, sem nú er á þinginu,
þá megum vjer leggja vel í til þess að fá út 400
vikuverk annaðhvort ár, eða 200 á ári, það er einn
tíundi hluti þess kostnaðar, er forfeðurnir vörðu til
síns þinghalds, þó vjer, sem rjett er, teljum auk
þingmannanna sjálfra nægilega marga skrifara og
prentara. Af þessu má sjá, að forfeður vorir kost-
uðu margfalt meiru til að halda alþingi heldur en
vjer, þótt vjer höldum þingið á hverju ári, þvi það
er tíminn og verkið, sem er hið verulega í þessum