Andvari - 01.01.1879, Blaðsíða 48
44
Brjef frá Norvegi.
aptan frá kemur. ;þá kemur enn eitt borð framanað,
er gengur út í sporð lítið eitt framan við hina skör-
ina. Tekur það af áhlaupið, og eru þá orðin 4 um-
för að framan móti tveímur að aptan, og byrðing-
urinn sýnist þar eintómar þríhyrnur. Af því hring-
lot eru á öllum förum og 2 efstu umförin höfð breið
við stefnið, verða skipin ílest stafnahá, en fyrir þetta
útskot að neðan um andófið verða þau breiðust þar,
og dragast jafnt þaðan aptur á skutkinnung. Att-
æringarnir eru nálægt 20 áln. á borð og hjer um
bil 5. áln. ábreidd um andófið, nokkuð grunnir eptir
annari stærð; þeir eru fremur botnreistir, en hafa
skábyrðingslag að ofan. Á milli bandanna á þeim
er jafnaðarlegast 1*/4 áln.; en sterk eru þau; allar
þóptur lausar en bitar undir þeim, eins og í Harð-
angursbátunum. Undir þópturnar neglt langband á
borðið sjálft milli skuta, og á það greypt böndin;
enginn hástokkur annar en þunn borðræma milli
skuta og innan á hana negld ræðin. Byrðingsum-
förin (súðirnar) strykuð bæði að utan og innan, og
var það einnig svo á flestum bátum, er jeg sá í Nor-
vegi. Eins og mjer þótti lagið á þessum Sunnmæris-
bátum i flesta staði gott, eins þótti mjer smiðið og
byggingarformið yfir höfuð að tala ótreystilegt; en
af því þeir eru sumstaðar settir á land við hvern
róður — eins áttæringarnir — þá hafa þeir þá lík-
lega svona veigalitla, svo þeir sjeu ljettari á höndum.
Eins og lagið og smíðið á bátum Sunnmæringa
þannig er nokkuð einkennilegt, eins er siglingin það
líka að sumu leyti. Á flestum stærri og minni bát-
um brúka þeir að eins eitt rásegl — „skautasegl“ —
mjótt að ofan, með skáskeytisrá, en mjög breitt að
neðan. Mastrið stendur í miðju skipi og hallast
dálítið aptur. Allur skakkinn er á framjaðri segls-
ins, og slcautinu hnýtt í keng innan í stefninu, þegar