Andvari - 01.01.1879, Blaðsíða 34
30
Brjef frá Norvegi.
og svo af frásögn landa, er þar hafa verið. Hann
liggur Ys þingmannaleið hjeðan. þ>ar hafa eigi allfáir
íslendingar notið tilsagnar nú síðustu árin, og nú
sem stendur eru þar fjórir: 3 úr Borgarfirði og af
Mýrum, og 1 úr Strandasýslu. J>angað fór jeg til
að hitta þessa landa og fjekk þar góðar viðtökur
hjá hinum mikla íslendingavin skólastjóranum Vilson.
Hann hefir að mestu af sjálfs dáðum aflað sjer þeirr-
ar þekkingar, að hann telst með beztu mönnum þjóð-
ar sinnar, og skólinn á Steini hinn bezti landbúnað-
arskóli í Norvegi. Hefir skólastjórinn hvað eptir
annað fengið viðurkenningu um það, og nú síðast
í sumar minningspening frá konungi þeirra Svía og
Norðmanna. Vilson bar þeim íslendingum, sem hjá
honum höfðu verið, gott orð, og kvað þá yfir höf-
uð að tala skýra og skilningsgóða, og ötula og hag-
sýna við landbúnaðarstörfin. Jeg ætla að geta þess,
að ef einhverjir heima vildu fá sjer trjáplöntur, ann-
aðhvort til prýðis á heimilum sínum eður sem til-
raunir til nota, þá gefst trauðla annarstaðar betri
kostur á því en á Steini, því þar eru stórir garðar
af alskyns trjáplöntum, sem eru til útsölu, og kost-
ar hvert hundrað af þeim, 3. til 5. ára gömlum, að-
eins eina krónu. þ>essa garða voru lærisveinar í óða
önn að þekja með lýngi til að varðveita plönturnar
gegn vetrarkuldanum, og svo líka að reifa blómstr-
in í aldingarðinum heima með uppsnúnum hálmi í
sama tilgangi; jafnframt þessu voru þeir að byrja
áburðarvinnuna.
Vilson var nýbúinn að setja niður hjá sjer upp-
fósturstofnun fyrir urriða, er hann sýndi mjer. Var
það læstur trjeskúr og inni i honum 2 stokkar, með
hreinni smámöl á botni, er ferskt vatn sitraði í,
gegnum tijerennur. í stokkum þessum voru
hrognin, sem næring höfðu fengið af svilamjólkinni,