Andvari - 01.01.1879, Blaðsíða 64
6o
Brjef frá Norvegi.
ings, og svo jafnframt til að flytja timbur á þeim
með landi fram, sem þau líka eru höfð til.
þ>orsklifrarbræðsla Norðmanna er í góðu gengi
og má mikið af þeim læra i þeirri grein. Hafa þeir
alstaðar, þar sem þorskveiðin er til muna, komið upp
gufubræðslu, ogfá með henni meðalalýsi það úr
lifiinni, er frá þeim flyzt í allar áttir. I .auritz Devald,
borgari í Alasundi, á hið stærsta og fullkomnasta
bræðslubús þar í grenndinni — í eynni Yigur, 2 míl-
ur fyrir norðan bæinn—og sýndi hann mjerþável-
vild að fara með mig þangað til að sýna mjer það.
Jafnvel þó það hafi nú að svo stöddu lítið að þýða fyrir
oss, að fá lýsingu af svo mikilfenglegri og lcostnað-
arsamri bræðslu, skaljeg þó leitast við að skýra frá
þessu bræðsluverki, eptir því semjeg gat lcynnzt því.
Aðalbyggingin er tvíloptuð, með kjallara undir
öllu húsinu. Niðri er gufuketillinn og frá honum
liggur gufupípan upp á loptið. J>ar standa 10
bræðslupottar á þrjár hliðar, í ferköntuðum afkrón-
ingi, er allir taka um 30 tunnur. Allir þessir bræðslu-
pottar eru úr slegnu járni, tvöfaldir, þannig, að ytra
hulstrið er lítið eitt víðara en potturinn sjálfur og
neglt sterklega við að ofan, svo allt sje lopthelt.
Upp úr miðjum botninum á pottinum sjálfum geng-
ur pípa úr steyptu járni, og á henni að ofan er
hólkhúfa úr járnþynnu, með tveimur litlum opnum
stútum, er liggja niður á við. Gufupípan sjálf frá
gufukatlinum liggur með fram öllum bræðslupottun-
um og úr henni litlar pípur með krana upp í gegn
um ytra fóðrið á bræðslupottunum utan til i botn-
inn. J>egar kraninn er opnaður streymir gufan inn
á milli pottanna og hitar innri pottinn, svo lifrin
bræðist í honum. En þessi gufa þarf að geta streymt
út aptur,— því annars sprengdi hún ytri pottinn ut-
an af hinum — og það gjörir hún í gegn um járn-